Magnús Darri Markússon í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi varð þrefaldur Íslandsmeistari í U16 trissuboga á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi og var einnig hæstur í skori í undankeppni mótsins. Eftir bestu upplýsingum sem við höfum er hann yngsti Íslandsmeistari í U16 flokki frá upphafi íþróttarinnar.
Magnús vann liða titilinn með liðsfélaga sínum Tjörva Einarssyni og þeir slóu einnig Íslandsmetið í trissuboga karla U16 liðakeppni á mótinu. Magnús vann einnig parakeppnis titilinn með liðsfélaga sínum Aríönnu Rakel Almarsdóttir þar sem þau slóu einnig Íslandsmetið í trissuboga U16 parakeppni. Ekki eru úrslita leikir í liða- og parakeppni á Íslandsmótum í U16/U18 flokkum og titlarnir því afhentir byggt á hæst skorandi liðum í undankeppni.
Í undanúrslitum einstaklinga vann Magnús öruggann sigur gegn liðsfélaga sínum Ými Eldjárn Dagbjartssyni 134-101 og Magnús hélt því áfram í gull úrslit mótsins.
Í gull úrslitaleik einstaklinga mætti Magnús liðsfélaga sínum Tjörva Einarssyni. Magnús náði og hélt um 3-5 stiga forskoti á Tjörva í öllum úrslita leiknum, en Tjörvi náði að saxa niður muninn niður í 2 stig með glæsilegu skori í síðustu umferðinni og strákarnir enduðu nokkuð jafnir, en Magnús sigraði 135-133.
Ýmir vann brons leikinn gegn Gísla Miguel Mirarza Gíslason en hnífjafnt var milli strákana nánast allan leikinn fyrir síðustu umferð var staðan 80-80 en Ýmir hafði betur í síðustu umferðinni og tók bronsið á Íslandsmótinu í U16 106-100.
Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík.
Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:
- Livestream af úrslitum og undankeppni hér https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland
- Aðrar fréttir af mótunum https://archery.is/
- Heildarúrslit U18/U16 Íslandsmótsins hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=9303 og hér https://mot.bogfimi.is/Event/Result/2021005
- Heildarúrslit U21 Íslandsmótsins hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7884 og hér https://mot.bogfimi.is/Event/Result/2021006