Daníel Baldursson í Skaust sigrar 142-138 í úrslitum um titilinn á Íslandsmóti ungmenna

Daníel Baldursson í Skotfélagi Austurlands á Egilstöðum tók Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga karla U18 á Íslandsmóti ungmenna um helgina.

Í gull úrslitum lenti Daníel á móti Nóam Óla Stefánsson úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti úr Hafnarfirði. Leikurinn byrjaði jafn 27-27 eftir fyrstu lotuna, en Daníel náði svo 1 stigs forskoti í öllum umferðum eftir það og endaði því 4 stigum hærri 142-138 og einum Íslandsmeistaratitili ríkari.

Daníel Már Ægisson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi tók brons á mótinu og Freyja Dís Benediktsdóttir tók titilinn í trissuboga kvenna U18 og þau tóku saman titilinn í trissuboga parakeppni.

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:

Stundum get örvarnar verið fastar í 😉