Í gull úrslitaleik langboga karla mættust Magnús Ásgeirsson og Haukur Hallsteinsson báðir í Boganum/Rimmugýgi. Leikurinn endaði 6-2 fyrir Magnúsi hann tók því gull verðlaunin af ríkjandi gull verðlauna hafanum í langboga karla frá árinu 2021 Hauki Hallsteinssyni.
Víðir Reynisson einnig úr Boganum/Rimmugýgi tók bronsið í langbogaflokki karla eftir forföll andstæðins síns í brons verðlaunaleiknum.
Lena Sóley Þorvaldsdóttir í Íþróttafélaginu Akur tók gullið í langboga kvenna með hæsta skor í undankeppni langboga með 487 stig.
Langbogi er ekki formlegur bogaflokkur á Íslandsmeistaramótum BFSÍ að svo stöddu og ekki veittir formlegir Íslandsmeistaratitlar fyrir langbogaflokk (í samræmi við upplýsingar í skráningu mótsins). Langbogi er einnig lítið stundaður innan heims- og Evrópusambandsins (WA og WAE) og aðeins er keppt í langbogaflokki á 3D mótum innan þeirra raða en ekki í markbogfimi. Iðkendum í langboga hefur lengi staðið til boða að keppa í berbogaflokki, en flestir sem stunda íþróttina í langboga hafa síður viljað taka þátt þar. Aðkoma langbogaflokks sem sér keppnisgrein að Íslandsmeistaramótum í bogfimi er nýleg og er gert til þess að kanna áhuga á keppnisgreininni og hvort að forsendur séu til staðar að veita sérstakann titil fyrir þá keppnisgrein. Ef þátttaka er reglubundin á næstu árum í langbogaflokkum á Íslandsmeistaramótum, mun BFSÍ íhuga að taka langbogaflokk inn sem formlega keppnisgrein á Íslandsmeistaramótum, sem þýðir einnig að BFSÍ myndi þá veita formlega Íslandsmeistaratitla og Íslandsmet í langbogaflokki eins og þegar gert er í berboga, sveigboga og trissuboga. Þar sem langbogi er ekki skilgreindur sem keppnisgrein í markbogfimi í keppnisreglum alþjóðabogfimisambandsins (World Archery) sem BFSÍ fer eftir mun BFSÍ á næstu árum gera tilraunir með fjarlægðir og skotskífustærðir til þess að finna heppilegasta keppnisfyrirkomulag fyrir langboga ásamt því að greina áhuga á langboga á Íslandsmeistaramótum BFSÍ.
Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 5-6 mars. 44 keppendur tóku þátt á mótinu og keppt var á laugardeginum í berboga- og trissubogaflokkum og á sunnudeginum í sveigboga- og langbogaflokkum.
- Mögulegt er að finna heildarúrslit mótsins í úrslitakerfinu I@nseo á ianseo.net og í mótakerfi BFSÍ
- Livestream og önnur myndskeið er hægt að finna á Archery TV Iceland Youtube rásinni https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland
- Fréttir af mótinu og almennt um bogfimi er hægt að finna á archery.is