ÍF Akur með flotta frammistöðu á Íslandsmeistaramóti í bogfimi innanhúss 2022 með 5 Íslandsmeistaratitla og tvö íslandsmet

ÍF Akur sýndi bestu frammistöðu til dags á Íslandsmeistaramóti og tók þrjá einstaklings Íslandsmeistaratitla og 2 liða Íslandsmeistaratitla, ásamt því að slá tvö Íslandsmet. Feðginin Alfreð Birgisson og Anna María Alfreðsdóttir stóðu þar upp úr og tóku þrjá af fimm titlum fyrir Akur á mótinu en þau voru bæði að vinna sinn fyrsta einstaklings Íslandsmeistaratitil innandyra á ferlinum. Izaar Arnar Þorsteinsson hélt áfram sigurgöngu sinni á berboga karla með sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð. Akur vann einnig eitt silfur og eitt brons í einstaklings keppni og eitt silfur í liðakeppni á mótinu til viðbótar við fimm Íslandsmeistaratitlana.

Íslandsmeistaratitlar Akurs á mótinu

  • Trissubogi karla einstaklinga – Alfreð Birgisson.
  • Trissubogi kvenna einstaklinga – Anna María Alfreðsdóttir.
  • Berbogi karla einstaklinga – Izaar Arnar Þorsteinsson.
  • Trissubogi blandað lið – Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson skipuðu lið Akurs.
  • Berbogi kvenna lið – Lena Sóley Þorvaldsdóttir, Rakel Arnþórsdóttir og Viktoría Fönn Guðmundsdóttir skipuðu lið Akurs.

Íslendsmet Akurs á mótinu

  • Anna María Alfreðsdóttir Íslandsmet í útsláttarkeppni trissuboga kvenna U21 með 145 stig. En metið var 143 stig og átti Anna það sjálf frá því á Evrópumeistaramótinu innandyra í febrúar þar sem hún endaði í 4 sæti á EM í U21 flokki.
  • Undankeppni berboga kvenna liða með 769 stig

Einnig er vert að nefna að Lena Sóley Þorvaldsdóttir vann gullið í langboga kvenna. En langbogi er ekki formleg keppnisgrein á Íslandsmeistaramótum að svo stöddu og því ekki gefnir formlegir Íslandsmeistaratitlar eða skráð Íslandsmet fyrir langbogaflokk. Verið er að bæta við langbogaflokki á Íslandsmeistaramótum til þess að greina áhuga á keppnisgreininni og hvort að eigi að brjóta þá keppnisgrein frá berbogaflokki á Íslandsmeistaramótum í sér keppnisgrein. Langbogi er ekki skilgreindur í regluverki World Archery um markbogfimi og því mun það þurfa smá aðlaganir á regluverki til þess að koma þeim bogaflokki fyrir á Íslandsmeistaramótum formlega, en BFSÍ mun skoða að gera það ef nægur áhugi er á næstu árum á langboga sem sér keppnisgrein.

Hér fyrir neðan er hægt að finna myndskeið af úrslita leikum Akurs á Íslandsmeistaramótinu.

Trissubogi karla gull úrslitaleikur

Trissubogi kvenna gull úrslitaleikur

Berbogi karla gull úrslitaleikur

Trissubogi blandað lið gull úrslitaleikur

Berbogi kvenna lið gull úrslitaleikur

Berbogi blandað lið gull úrslitaleikur

Berbogi kvenna gull úrslitaleikur

Berbogi kvenna brons úrslitaleikur

 

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 5-6 mars. 44 keppendur tóku þátt á mótinu og keppt var á laugardeginum í berboga- og trissubogaflokkum og á sunnudeginum í sveigboga- og langbogaflokkum.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.