Hrói Höttur með þrjá Íslandsmeistartitla og tvö Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu innandyra 2022

Hrói Höttur náði einum einstaklings Íslandsmeistaratitli, tveimur Íslandsmeistara titlum félagsliða og slóu tvö Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu innanhúss 2022 síðustu helgi. Ásamt því tók Eowyn Marie Mamalias silfur í trissuboga kvenna, Auðunn Andri Jóhannesson og Guðjón Reynisson voru ekki langt frá bronsi í sínum keppnisgreinum og tóku brons í trissuboga blandaðri liðakeppni.

Guðbjörg Reynisdóttir hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í berboga kvenna með tíunda Íslandsmeistaratitilinn í röð frá árinu 2018, ásamt því að hafa verið efst í undankeppni mótsins og jafna sitt eigið íslandsmet 483 stig, sem Guðbjörg setti í desember 2020. Vert er að geta að Guðbjörg var einnig í fimmta sæti á Evrópumeistaramóti innandyra 2022 í Lasko í Slóveníu í febrúar síðast liðinn.

Íslandsmeistaratitlar Hróa Hattar á mótinu

  • Berbogi kvenna einstaklinga – Guðbjörg Reynisdóttir
  • Berbogi blandað lið – Guðbjörg Reynisdóttir og Auðunn Andri Jóhannesson skipuðu lið Hróa Hattar
  • Trissubogi kvenna lið – Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Eowyn Marie Mamalias og Erla Marý Sigurpálsdóttir skipuðu lið Hróa Hattar

Íslandsmet Hróa Hattar á mótinu

  • Berbogi blandað lið  í undankeppni – Guðbjörg Reynisdóttir og Auðunn Andri Jóhannesson með 822 stig
  • Trissubogi kvenna lið í undankeppni – Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Eowyn Marie Mamalias og Erla Marý Sigurpálsdóttir með 1683 stig

Hér fyrir neðan er hægt að finna myndskeið af gull og brons úrslitaleikjum Hróa Hattar á Íslandsmeistarmótinu. 

Berboga kvenna gull úrslitaleikur

Trissubogi kvenna gull úrslitaleikur

Berbogi karla brons úrslitaleikur

Sveigbogi karla brons úrslitaleikur

Berbogi blandað lið gull úrslitaleikur 

Trissuboga kvenna lið gull úrslitaleikur

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 5-6 mars. 44 keppendur tóku þátt á mótinu og keppt var á laugardeginum í berboga- og trissubogaflokkum og á sunnudeginum í sveigboga- og langbogaflokkum.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.