Þá eru síðustu keppendur frá Íslandi búnir með keppnina. Við náðum ekki medalíu í þetta skiptið en það er alltaf að nálgast meira og meira að við náum þeim. Helga Kolbrún náði 4 sæti árið 2014 í trissuboga kvenna það er það næsta sem við höfum komist að medalíu á stórmóti hinngað til.
Úrslitin hjá þeim 3 sem komust áfram á seinni daginn eru eftirfarandi.
Sveigbogi kvenna 9.sæti
9 | ASTRID DAXBOCK |
Trissubogi U-21 karla
6 | DANIEL SNORRASON |
Trissubogi U-21 kvenna
7 | GABRIELA IRIS FERREIRA |
Nokkuð góður árangur í yngri flokkunum hjá Íslandi miðað við að þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í Undir-21 flokki þannig að þjóðin á bjarta framtíð í bogfimi.
Líka frábær árangur í sveigboga kvenna hjá Astrid og er besti árangur sem Íslenskur keppandi hefur náð í þeim flokki í sögu íþróttarinnar. Besti árangur í sveigboga kvenna var áður 17 sæti.
Einnig jafnaði Guðmundur Örn Guðjónsson hæsta sveigboga sætið í útsláttarkeppni sem er 17.sæti. Hæsta sæti í undankeppni á Sigurjón Sigurðsson 8 sæti árið 2014
Óskum öllum keppendum og Íslandi til hamingju með árangurinn.
Hérna eru fréttargreinar frá Worldarchery heimssambandinu um mótið, það er einnig fjallað um Guðmund Örn og Íslendinga í fyrstu greininni, við erum í top 10 um merkilegustu hlutina sem þú þarft að vita um Marrakesh heimsbikarmótið 🙂
https://worldarchery.org/news/146331/marrakesh-2016-10-things-you-need-know
https://worldarchery.org/news/146385/brady-breaks-15-year-indoor-world-record
https://worldarchery.org/news/146566/pitman-upsets-olympic-silver-medallist-marrakesh-gold
https://worldarchery.org/news/146384/schloessers-599-tops-marrakesh-ranking-round
Það er hægt að sjá úrslit úr mótinu á mótavefsíðu heimssambandsins eða á ianseo.net skorskráningarkerfinu þeirra, linkar fyrir neðan
https://worldarchery.org/competition/15910/marrakesh-2016-indoor-archery-world-cup-stage-1#/
http://ianseo.net/Details.php?toId=1778
Hér fyrir neðan eru lokaniðurstöður úr 4 opnu flokkunum.
Top 32 einstaklingarnir úr undankeppninni fara í útsláttarkeppnina, í undankeppni er skotið 60 örvum og mönnum raðað upp eftir skori, í útsláttakeppninni er það maður á mann og aðeins einn getur haldið áfram. Þeir sem detta út í fyrsta útslætti eru allir jafnir í 17.sæti og allir sem detta út í öðrum útslætti jafnir í 9.sæti. ástæðan fyrir því að það er svoleiðis er af því að þeir keppendur keppa ekki meira á milli sín af því að þeir eru dottnir út og eru því allir jafnir.
Recurve Karla
Recurve Kvenna
Compound Karla