Smá leiðrétting.
Það voru víst 5 Íslandsmet sem voru slegin á hrekkjavökumótinu.
Guðbjörg Reynisdóttir sló 3 Íslandsmet á sama mótinu í berboga kvenna. U18, U21 og opinn flokkur!
Metið í opnum flokki var 243 stig og Guðbjörg skoraði 246 stig.
Mótshaldarinn Astrid sagði að hún hafði trúa á að Guðbjörg gæti tekið U18 og U21 metin, en Opinn flokkur er erfiðasti fullorðins keppnisflokkurinn og þess vegna datt henni ekki einu sinni í hug að tékka á því meti á mótinu og hvort Guðbjörg hefði slegið það. Hún er bara miklu betri en allir.
Nói og Eowyn slóu einnig metin í sínum flokkum.
Hægt er að sækja um Íslandsmetaviðurkenningu á bogfimi.is hér.
http://bogfimi.is/efnisveita/islandsmetavidurkenningar/
Sjá fyrstu greinina hér.