Þvílíkur Íslandsmetafjöldi á Íslandsbikarmótinu í Nóvember

Nóvember Íslandsbikarmótinu lauk með frábærum niðurstöðum í kvöld.

Astrid Daxböck sló Íslandsmetið í sveigboga kvenna með gífurlegum mun. Metið var áður 528 stig og hefur staðið í næstum 3 ár. Astrid skoraði 539 stig á mótinu.

Guðbjörg Reynisdóttir sló 3 Íslandsmetin í berboga kvenna aftur. U18, U21 og Opinn flokkur voru metin sem hún sló, en hún var nýlega búin að eigna sér öll metin á hrekkjavökumótinu fyrir stuttu sjá grein hér fyrir neðan. Skorið var 246 stig en hún skoraði 261 stig.

Eowyn Maria Mamalias sló einnig Íslandsmetið í trissuboga kvenna U-18 og U-21. Skorið þar var 522 stig og hún sló metið með 529 stig.

Nói Barkarson er enn einn sem sló Íslandsmet á mótinu í U-18 flokki en hann átti Íslandsmetið sjálfur. Gamla Íslandsmetið var 520 stig og Nói skoraði 523 stig á mótinu.

Sjá grein hér.

Leiðrétting 5 Íslandsmet á hrekkjavökumótinu.

Annars voru niðurstöðurnar af mótinu þannig að með forgjöf vann Nói trissubogaflokkinn, Ingólfur vann Sveigbogaflokkinn og Guðbjörg vann Berbogaflokkinn.

Heildar niðurstöður er hægt að finna hér http://ianseo.net/Details.php?toId=3212

Copy of Iceland Cup Compound

Copy of Iceland Cup Recurve

Næsta mót verður fyrsta sunnudaginn í Desember þar sem einnig verður afhenntur Íslandsbikarinn og verðlaunaféð afhennt þeim sem vinna það.