Langboga Opnum flokki sýningar/prufu viðburði hefur verið bætt við á Íslandsmót Öldunga. Markmiðið er að athuga áhuga fyrir því að langbogaflokkum sé bætt við Íslandsmeistaramót í opnum flokki í framtíðinni.
Hægt er að skrá sig á mótið hér
https://archery.is/events/islandsmot-oldunga-innanhuss-2021-ostadfest/
Mögulegt er að haldin verði haldin fleiri óformleg “Íslandsmót” í langbogaflokkum á næstu árum til þess að kanna áhuga og þátttökufjölda í þeim flokkum á mótum. Þessir viðburðir gilda ekki til formlegra Íslandsmeistaratitla eða Íslandsmeta sem stendur. Ef vel gengur á næstu árum og góð þátttaka er í langboga mun BFSÍ íhuga að bæta Langboga við sem formlegum bogaflokki sem keppt er í á Íslandsmeistaramótum. Það myndi þá einnig þýða að haldið verði utan um Íslandsmet í Langboga og afhentar viðurkenningar fyrir Langbogakarl og Langbogakona ársins. En sjáum fyrst hvernig gengur með reglubundna þátttöku í bogaflokknum 😉
Til upplýsinga: Einstaklingar sem eru skráðir keppendur fyrir Rimmugýg, eru keppendur sem eru skráðir í Bogfimifélagið Bogann í félagakerfi ÍSÍ. Þar sem Rimmugýgur er ekki aðili að ÍSÍ eða BFSÍ beint var komið á samkomulagi um það að meðlimir Rimmugýgs (sem margir hverjir voru þegar skráðir í BF Bogann) fengju að keppa undir merkjum Rimmugýgs sem Bogfimifélagið Boginn – Rimmugýgur, eða BFB Rimmugýgur sem stytting.
Með þessu móti er hægt að mæta kröfum ÍSÍ/BFSÍ um að allir iðkendur/keppendur séu skráðir í félagakerfi ÍSÍ en gefa víkingafélögum færi á því að keppa innan raða BFSÍ undir að mestu eigin merkjum.