Jafnt í brons úrslitum trissuboga kvenna Anna vs Eowyn á Íslandsmóti U21, bráðabani endaði í jafntefli og þurfti bráðabana til að leysa bráðabana

Bráðabanar koma reglulega upp í bogfimi þar sem tveir keppendur eru jafnir á skori og þarf að leysa úr hver sigurvegari er með bráðabana. Í bráðabana er skotið einni ör og sá sem er nær miðju vinnur. Í gífurlega sjaldgæfum tilfellum kemur fyrir að báðar örvar í bráðabana eru nákvæmlega jafn langt frá miðju og þarf þá að endurtaka bráðabana.

 

Anna María Alfreðsdóttir úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri mætti Eowyn Marie Mamalias í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði í brons leik trissuboga kvenna á Íslandsmóti U21.

Eowyn byrjaði yfir eftir fyrstu lotu 28-27, Anna jafnaði í lotu 2 55-55 og Anna náði svo forskoti í lotu 3 84-83 og hélt því forskoti í lotu 4 113-112, Eowyn jafnaði svo í síðustu lotuni 141-141 og því þurfti bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara. Hlekkur á síðustu örina og bráðabanann https://youtu.be/RgWWbljC1T8?t=3721

Í bráðabananum hittu Anna og Eowyn báðar 9 og dómarinn gat ekki úrskurðað hvor örin væri nær miðju með því að mæla frá krossi í miðju skotskífunar að örinni með skífumáli og því þurfti að skjóta aftur til að leysa jafnteflið og ákvarða brons verðlaunahafa.

Í seinni bráðabananum hafði Anna María þó betur með glæsilega 10 en Eowyn skaut 9 og því ljóst að Anna María hafi unnið bronsleikinn á Íslandsmóti U21.

Vert er að geta að trissuboga kvennaflokkar á Íslandi eru almennt sterkir. Sem dæmi eru keppendurnir sem eru að keppa hér um brons á Íslandsmóti U21 báðar búnar að vinna Íslandsmeistaratitla í opnum flokki (fullorðinna) og hafa keppt á stórmótum eins og Evrópuleikum og HM fullorðinna. Anna María sem tók bronsið hér í þetta sinn á Íslandsmóti Ungmenna tók einnig brons á Norðurlandameistaramóti Ungmenna.

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér: