Izaar Arnar Þorsteinsson endurheimtir Íslandsmeistaratitilinn í berboga karla

Izaar Arnar Þorsteinsson úr ÍF Akur vann Íslandsmeistara titlinn í berboga karla á Íslandsmeistaramótinu innahúss í bogfimi.

Mótið var haldið 14-15 mars í Bogfimisetrinu í Reykjavík og sýnt var beint frá viðburðinum á “archery tv iceland” youtube rásinni.

Izaar var hæstur í skor eftir undankeppni og miðað við það talinn líklegastur til þess að taka titilinn í ár, en Ólafur Ingi Brandsson í BF Hróa Hetti var að verja titil sinn síðan 2019 og var andstæðingur Izaars í gull keppninni.

Izaar vann Ólaf örugglega 6-0, Izaar vann einnig 6-0 í undan úrslitum og tók því titilinn og er óvéfengjanlegur Íslandsmeistari í berboga.

Izaar vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í berboga á innanhúss mótinu 2018 og endurheimti því titilinn til Akureyrar.

Tómas Tryggvason í BF Boganum tók bronsið í berboga á mótinu.

Hægt er að sjá heildar úrslit af mótinu á ianseo.net skorskráningar kerfi bogfimi heimssambandsins.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6536