Guðbjörg varði berboga kvenna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti varði titil sinn frá 2019 í dag á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi innanhúss 2020.

Mótið var haldið 14-15 mars í Bogfimisetrinu í Reykjavík og sýnt var beint frá viðburðinum á “archery tv iceland” youtube rásinni.

Guðbjörg var efst í undankeppni og talin líklegust til sigurs á mótinu. En hún fékk harða samkeppni frá Birnu Magnúsdóttir úr BF Boganum og í lok gull keppninar voru þær jafnar og því þurfti að ráða úrslitum með bráðabana. Í bráðabana þá skjóta báðir keppendur einni ör og sá sem er nær miðju vinnur. Guðbjörg skaut sinni ör fyrst og hitti 7 stig, Birna lenti hins vegar í vandræðum með sína ör og náði ekki að skjóta örinni innan tímans sem gefinn er. Guðbjörg vann því sigurinn þar sem óskotin ör telst 0 stig.

Þess má einnig geta að Birna sló Íslandsmet í undankeppni berboga kvenna 50+ á mótinu. En hún átti sjálf metið áður.

Valgerður Hjaltested tók bronsið í berboga kvenna á Íslandsmeistaramótinu.

Guðbjörg er búin að vinna alla Íslandsmeistaratitlana í berboga kvenna 2018 og 2019 innanhúss og utanhúss. Hún varði titilinn sinn innandyra 2020 á mótinu núna og er líkleg til að verja utandyra titilinn á Íslandsmeistaramótinu í Júlí í Hafnarfirði.

Hægt er að sjá heildar úrslit af mótinu á ianseo.net skorskráningar kerfi bogfimi heimssambandsins.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6536