Íslmót inni bogfimi 2018 skráningarfrestur í dag

Bara til að minna alla á Íslandsmótið innanhúss 2018 og að þeir sem skrá sig og greiða eftir 10 mars þurfa að greiða tvöföld keppnisgjöld.

Þannig að skráið ykkur í dag og sparið ykkur að borga refsigjöldin 🙂

Þetta er gert svo að hægt sé að skipuleggja mótið og gefa út nákvæmt skipulag sem fyrst (það er ekki hægt að skipuleggja mótið fyrr en vitað er hver margir taka þátt til að raða niður).

16.mars verður svo alveg lokað á allar skráningar, þeir sem eru ekki búnir að skrá sig fyrir 16.mars geta ekki tekið þátt á Íslandsmeistaramótinu.

Áætlað skipulag er að mótið verði haldið á laugardeginum og sunnudeginum.
U15 flokkar, berbogaflokkar og byrjendur verða líklega fyrstir mjög snemma á laugardagsmorguninni.
Undankeppni fyrir aðra flokka verður á laugardeginum ásamt útsláttarkeppni niður að quarter finals (semsagt niður í 8 manna úrslit)
Sunnudagurinn verður útsláttarkeppni fyrir alla flokka, Iceland Aurora Open og svo live stream medalíu keppni eftir hádegi á sunnudaginn.

Hægt er að sjá allar upplýsingar um hverning á að skrá sig og greiða hér fyrir neðan.