Íslendingur vinnur stórmót stúdenta í Bretlandi.

Jón Arnarsson vann fyrir stuttu Gull á risa stúdentamóti í bogfimi, bæði í einstaklingsflokki og í liðakeppni.

Mótið var haldið í Telford í Bretlandi og tók í heildina þátt um 700 keppendur frá 66 skólum. 5 met voru slegin á mótinu og var einn þeirra Jón.

Það var töluverður munur í skori á Jóni með 558 stig og manninum í næsta sæti fyrir neðan sem var með 532 stig. Og samkvæmt bretunum sló Jón breskt met í byrjendaflokki stúdenta með þessu skori.

Um 700 keppendur tóku þátt á þessu móti og í byrjendaflokknum sem Jón tók þátt í voru 105 keppendur í heildina og því frábær árangur, bæði að vinna mótið og gera það með eins miklum skor mun og hann gerði gegn 104 öðrum keppendum í sveigboga.

Sjáum við þarna framtíðar Ólýmpíufara frá Íslandi? 😉

Skotið var 60 örvum á 60cm skífu á 25 metra færi.

Ef Jón hefði verið að keppa í opnum flokki hefði hann verið í top 25 af þeim 182 sem voru að keppa í þeim flokki, sem eitt og sér væri frábær árangur.

Þó að þetta sé ekki stórmót á heimsmælikvarða er sem mikil samkeppni þarna og mjög sterkir keppendur sem taka þátt í mótinu, sem eykur árangurinn hans enn meira.

Sem dæmi rak ég augun í það þegar ég las yfir skorin að það eru í trissubogaflokki kvenna 2 konur sem eru að fara að keppa á heimsmeistarmótinu í Tyrklandi 2016, Sarah Prieels fyrir Belgíu og Hope Greenwood fyrir Bretland, Og án efa mun fleiri bogamenn að keppa þarna sem eru hátt á heimslistanum 🙂

Úrslitin úr mótinu er hægt að skoða á þessum link

BUCS-indoor-2016

Hægt er að sjá frekari upplýsingar hér.

http://www.uksaa.com/ United Kingdom Student Archery Association

UK student indoor Championship http://bucs.org.uk/page.asp?section=17489§ionTitle=Indoor+Championships

3 5 9 10 11 17 18 19 20