Íslandsmótum ungmenna og öldunga innanhúss frestað

Vegna áframhaldandi óvissu af völdum COVID nú þegar nær dregur að íslandsmótum innanhúss og þar sem gildandi reglugerð bannar enn keppnishald þá hefur stjórn BFSÍ ákveðið að fresta Íslandsmótum ungmenna og öldunga til seinna á árinu þegar ástandið er vonandi orðið skárra.

Líklegt er að ekki verði leyfilegt að halda þessi mót á næstu mánuðum miðað við takmarkanir vegna Covid. Ef mögulegt yrði að halda mótin á næstu tveimur mánuðum þá yrðu þau ekki venjuleg Íslandsmót og þyrfti að breyta fyrirkomulagi mótana gífurlega, s.s. sleppa útsláttarkeppni og gull keppni á livestream. Líklegt er að mögulegt verði að halda venjuleg Íslandsmót seinni hluta ársins eftir að bólusetningar eru byrjaðar að segja til sín og samkomubönnum mögulega aflétt.

Ný dagsetning Íslandsmóts Ungmenna innanhúss er 30. og 31. Október.
Skráningarform Íslandsmót Ungmenna Innanhúss

Ný dagsetning Íslandsmóts Öldunga innanhúss er 13. og 14. Nóvember.
Skráningarform Íslandsmót Öldunga Innanhúss

Íslandsmeistaramót innanhúss í opnum flokki hefur ekki verið fært og er enn sett helgina 27. og 28. Mars. Við eigum þó eftir að sjá hvernig ástandið þróast en vonum að ekki þurfi að raska dagsetningum frekar.