Íslandsmótið Utanhúss 2016 á Sauðárkróki 16 Júlí.

Það er komin bráðabirgða dagskrá fyrir Íslandsmótið hún er eftirfarandi, ég uppfæri þennan póst eftir því sem fleira verður ljóst.

Allir þáttakendur á Íslandsmótinu verða að vera skráðir hjá sínu félagi í Felix félagakerfi ÍSÍ.

Skráning á mótið verður í gengum net form https://docs.google.com/forms/d/1XEvRbnrEnl19vv2gTa0y0T55iRyFgAqtCR1napN6NLc/viewform íþróttafélögin ykkar geta sent inn skráningu fyrir ykkur ef það vantar aðstoð.

Félög sem eru gjaldgeng á mótið: (tölurnar fyrir aftan eru skráðir iðkenndur)

UMF Efling. – 16
Skotfélag Austurlands, Skaust – 18
Skotíþróttafélagið Dreki – 10
Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar – 0
UMF Tindastóll – 14
Bogfimifélagið Boginn – 303
Íþróttafélagið Freyja – 83
Bogfimifélagið Álfar-er ekki lengur til!! Allir meðlimir félagana sameinaðir með Íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri (Akur)

ÍFR og ÍF AKUR eru að vinna í að skrá meðlimi sína og eru þá líka gjaldgeng.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram um mótið
  • Dagsetningin er 16. júlí á Sauðárkróki
  • Dagskrá (með fyrirvara um breytingu)
  • Skráningarfrestur er 2. júlí
  • Verðskrá
  • Mótið er qualification fyrir kvótamót á næsta ári, auglýsa það sérstaklega (San Marino, Mexiko,…)
  • Grill á laugardagskvöldinu (innifalið í keppnisgjaldi en aðrir eru velkomnir en borga 1.500kr í grillið)
  • Gistimöguleikar eru á svæðinu, staðsetning og verð er í vinnslu (íþróttahús, tjaldstæði)
  • Aukamót á sunnudeginum, 3D og/eða liðakeppni (fer eftir áhuga í skráningu)
  • Fólk er velkomið á föstudeginum til að hjálpa að setja upp fyrir mótið og það vantar aðstoð á laugardagsmorgninum (dómarar, skotstjórar,..)
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar vegna fjölda þáttöku)
Laugardagur 16. júlí 2016
Sigtislausir bogar (allir flokkar)
– 8:30 – 9:00 mæting og upphitun
– 9:00 – 10:30 keppni
– 10:30 – 10:45 pása
– 10:45 – 11:30 útsláttur
Trissubogi (allir flokkar)
– 11:30 – 12:00 mæting og upphitun
– 12:00 – 14:00 keppni
– 14:00 – 14:15 pása
– 14:15 – 16:00 útsláttur
Sveigbogi (allir flokkar)
– 16:00 – 16:30 mæting og upphitun
– 16:30 – 18:30 keppni
– 18:30 – 18:45 pása
– 18:45 – ? útsláttur
– Verðlaunaafhending þegar allt er búið
*Með fyrirvara um breytingar, getur breyst vegna fjölda þátttakanda
Sunnudagur 17. júlí
 – 3D mót
 – Liðakeppni
*Dagskrá auglýst síðar

Íslandsmótið er líka qualification fyrir öll utandyra kvóta mót á næsta ári, fyrir þá sem ætla sér að fara erlendis að keppa. Sá sem er í fyrsta sæti á fyrsta réttinn til að notfæra sér kvóta sæti á erlend mót, ef hann fer ekki rennur sá réttur til næsta í röðinni og svo koll af kolli þar til öll kvótasætin hafa verið fyllt. Þeir sem taka ekki skor á Íslandsmótinu eru í síðasta sæti með 0 stig og eru því síðastir í röðinni og ef kvóta sæti eru enþá laus 5 mánuðum áður en erlenda kvóta mótið er haldið gildir fyrstur kemur fyrstur fær á aflögu kvóta sætin.

Kvóta mót eru meðal annars.

Smáþjóðaleikarnir San Marínó 2017 (3 kvóta sæti per flokk CW (trissubogi kvenna), CM (trissubogi karla), RM (sveigbogi karla) og RW (sveigbogi kvenna) semsagt 12 í heildina)
Heimsmeistaramót 2017 Mexíkó (og Evrópumeistaramót þau) (3 kvóta sæti per flokk CW, CM, RM og RW)
Heimsbikarmót utanhúss (4 kvóta sæti per flokk CW, CM, RM og RW)
European Grand Prix (6 kvóta sæti per flokk CW, CM, RM og RW)
Heimsbikarmót innanhúss er enginn kvóti og allir sem vilja mega taka þátt.

Þeir sem geta mætt á föstudeginum seinni partinn eru velkomnir að hjálpa til við að hjálpa mótshöldurum að setja upp skotmörkin og svæðið fyrir keppnina. Eftir að búið er að setja upp skotmörkin og völlinn verður hægt að æfa sig á honum og stilla sigtið ;).

Einnig væri frábært ef það væri hægt að hjálpa við dómgæslu og skotstjórn á Laugardeginum þegar keppnin er.

Við gerum ráð fyrir því að þáttakan verði góð á þessu ári í sveigboga karla og trissuboga karla en það hefur almennt verið töluvert færri að keppa í sveigboga kvenna og trissuboga kvenna þannig að það er enginn ástæða til að vera smeykur við að taka þátt.
Það hefur einnig oft verið lítil þáttaka í berboga flokkunum (berbogi er hvaða bogi sem er sem er ekki með sigti, balanstöngum, sleppi eða nokkrum aukabúnaði, hann má vera með örvasæti)