Íslandsmet og Íslendingar hafa aldrei verið nær sæti á Ólympíuleikana.

Einn Íslendingur keppti á síðasta heimsbikarmótinu á þessu ári í Antalya í Tyrklandi, Sigurjón Atli Sigurðsson í Sveigboga karla.

Þetta mót var einnig síðasti séns á að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikana í Ríó 2016.

Sigurjón náði ekki inn í útsláttarkeppnina á heimsbikarmótinu þrátt fyrir það að hafa skorað Íslandmet 624 stig í undankeppninni, enda gífurlegt magn bogamanna að keppa á mótinu, hann endaði í 176 sæti af 230 keppendum í hans flokki.

Í final qualification keppninni um þessi 3 einstaklings sæti sem eftir voru gekk töluvert betur hjá okkar manni og endaði hann í 33 sæti af 112 sem kepptu.

Eftir þetta mót er Sigurjón kominn í 274 sæti á heimslistanum.

Í undankeppninni í final qualification keppninni er notað sama skor og úr heimsbikarmótinu en einungis þær þjóðir sem er ekki komnar með sæti á Ólympíuleika mega keppa í þeirri keppni um sæti. Einnig geta lönd/svæði sem geta ekki tekið þátt á Ólympíuleikum ekki tekið þátt í final qualification keppninni (t.d Færeyjar, Puerto Rico, Grænland og slíkt).

112 keppendur voru skráðir í keppni um síðustu sætin á Ólympíuleikana og Sigurjón var í 74 sæti í undakeppninni. (aðeins top 104 einstaklingarnir komast í útsláttarkeppnina í öllum utandyra keppnum)

Útsláttarkeppnin í sveigboga virkar þannig að 2 bogamenn mætast í keppni aðeins einn þeirra getur haldið áfram. Báðir bogamennirnir skjóta 3 örvum og samanlagða heildarskorið af þeim 3 örvum ræður hver vann þá lotu, 2 stig fyrir að vinna lotu, 1 fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap. Keppnin er svo að vera fyrstu til að ná 6 stigum þar sem hámarkið sem hægt er að keppa eru 5 lotur. (ef skorið endar í jafntefli eftir 5 lotur 5-5 þá er skotið einni ör og sá sem er nær miðju sigrar). Sigurjón þurfti að vinna 6 útslætti til að vinna sæti á Ólympíuleikana.

Í fyrsta útslættinum mætti Sigurjón Íra að nafni Daniel Malone sem var í töluvert hærri stig en okkar maður í undankeppninni 644 stig og var í 39 sæti eftir undankeppnina. Þrátt fyrir það sigraði okkar maður Írann 6-4, vel gert.

Í öðrum útslættinum mætti Sigurjón Pavel Dalidovich frá Hvíta Rússlandi (Belarus) sem var í 26 sæti í qualification með 647 stig, eftir hetjulega baráttu tapaði Sigurjón 4-6 gegn Pavel en það munaði bara 2 stigum í síðustu lotuni. Staðan var orðin 4-2 fyrir Sigurjóni eftir fyrstu 3 loturnar og hann var ekki búinn að tapa neinni lotu fyrir Pavel. Svo komst Pavel í gírinn og skoraði 10-10-8 og 10-9-8 í síðustu 2 lotunum og tók sigurinn.

Keppnirnar um Ólympíusæti í Ríó 2016 er það næsta sem Íslendingar hafa komist sæti á Ólympíuleikana í bogfimi hinngað til, til að ná sæti fyrir einstakling á Ólympíuleikana þarf maður að vera í 3 efstu sætunum á qualification mótunum sem eru á sama tíma og Evrópumótið og síðasta World cup mótið á því ári sem Ólympíuleikarnir eru, einnig er hægt að næla sér í sæti á Heimsmeistaramótinu árið áður þar eru 8 sæti í boði. Það eru í heildina 64 einstaklingar sem geta keppt á Ólympíuleikunum, 11 liða sæti eru í boði, það eru 3 menn í hverju lið og 8 liða sæti eru í boði á heimsmeistarmótinu árið áður en leikarnir eru og 3 á síðasta world cup mótinu sama ár og Ólympíuleikarnir eru, svo eru 25 einstaklings sæti sem hægt að er að vinna sér inn. Þjóðin sem heldur leikana fær gefins eitt liða sæti og svo eru 3 sæti frátekin fyrir smáþjóðir sem eru með mjög littla þáttöku á leiknum (t.d san marínó, lichtenstein og slíkt) Ísland er því miður (eða sem betur fer) of stór þjóð á Ólympíuleikunum til þess að geta fengið slíkt sæti.

Við græjum þetta fyrir Tokyo 2020 leikana 🙂

Svo eru náttúrulega Smáþjóðaleikarnir á næsta ári þar sem Íslendingar eiga mjög líklega eftir að gera mjög vel í bogfimini, og svo er markmiðið líka að reyna að ná einu af þessum 11 liða sætum í boði á Evrópuleikana 2019.

https://worldarchery.org/competition/16604/world-archery-final-rio-2016-olympic-qualifying-tournament

https://worldarchery.org/competition/14531/antalya-2016-hyundai-archery-world-cup-stage-3

74 Sigurjon Sigurdsson ISL flag 312 / 312 17 5X 624
176 Sigurjon Sigurdsson ISL flag 312 / 312 17 5X 624
 • X 9 9 28 1 1X 28
  9 9 7 25 0 0X 53
  9 9 9 27 0 0X 80
  8 8 7 23 0 0X 103
  X 10 9 29 2 1X 132
  7 7 7 21 0 0X 153
  X 10 9 29 2 1X 182
  8 8 7 23 0 0X 205
  X 10 9 29 2 1X 234
  9 7 6 22 0 0X 256
  X 10 9 29 2 1X 285
  9 9 9 27 0 0X 312
  9 5X
 • 10 10 9 29 2 0X 29
  9 8 7 24 0 0X 53
  9 9 9 27 0 0X 80
  9 9 7 25 0 0X 105
  10 9 9 28 1 0X 133
  8 8 7 23 0 0X 156
  10 9 9 28 1 0X 184
  9 9 9 27 0 0X 211
  10 8 8 26 1 0X 237
  8 7 6 21 0 0X 258
  10 10 10 30 3 0X 288
  9 8 7 24 0 0X 312
  8 0X
1R Daniel Malone IRL flag (39) 4:6 Sigurjon Sigurdsson ISL flag (74)
9 8 8 25 0 4
9 8 7 24 0 4
9 8 7 24 2 4
9 7 7 23 0 2
10 9 9 28 2 2
Winner
6 2 28 9 9 X
4 2 25 7 9 9
2 0 23 6 8 9
2 2 24 7 8 9
0 0 24 8 8 8
2R Sigurjon Sigurdsson ISL flag (74) 4:6 Pavel Dalidovich BLR flag (26)
10 9 6 25 0 4
8 8 5 21 0 4
10 9 5 24 1 4
X 10 9 29 2 3
X 9 7 26 1 1
Winner
6 2 27 8 9 10
4 2 28 8 10 10
2 1 24 8 8 8
1 0 26 8 9 9
1 1 26 8 9 9