Íslandmótinu Innanhúss 2018 er að nú lokið. Hægt er að finna heildar úrslit á Ianseo.net http://ianseo.net/Details.php?toId=3785
Skorblöðin verða komin inn á morgun.
Hægt er að horfa á Gull medalíu keppnir í opnum flokkum hér https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg
Mótið gekk almennt vel. Vantaði meira af starfsfólki á mótið en það forfölluðust nokkrir dómarar/skotstjórar. Það verður ekki vandamál á næsta móti þar sem haldið verður sér mót fyrir ungmenni og sér mót fyrir fullorðna (sambærilegt við hvernig stærri þjóðir eru með mótaskipulag hjá sér). Þá geta þeir yngri hjálpað til á fullorðinsmótinu og þeir eldri hjálpað til á ungmenna mótinu 🙂
Þetta er með stærstu ef ekki stærsta Íslandsmótið innanhúss í bogfimi sem haldið hefur verið í sögu Íslands. Skipulagið var pakkað og var keppni í gangi í 12 tíma á dag í 2 daga til að komast yfir alla flokkana og keppendurnar. Í heildina voru 79 keppendur skráðir á mótið og samt vantaði töluvert af þekktum keppendum á mótið, krýndir voru 27 Íslandsmeistarar og 61 medalía afhennt í heildina á mótinu.
Mjög skemmtilegt var að sjá að það var þáttaka í næstum öllum aldursflokkum í báðum kynjum, flokkar eins og E50 (masters) sem hefur oftast verið tómur er núna með góða þáttöku á mótinu.
Þetta er í fyrsta skipti sem Skotfélag Ísafjarðar tekur þátt og þeir nældu sér í einn Íslandsmeistaratitil.
Einnig var í fyrsta sinn keppt í liðakeppni innandyra, en vegna tímaskorts var ekki hægt að vera með útsláttarkeppni á mótinu. 2 efstu liðin í undankeppni í sveigboga, Freyja og Skaust létu það ekki hafa áhrif á sig héldu sína eigin útsláttarkeppni ótengda Íslandsmótinu þar sem Skaust vann báðar viðureignir (hægt að sjá í loka gull medalíu live stream).
Nokkur Íslandsmet voru slegin á mótinu en hægt er að finna uppfærða Íslandsmetaskrá á bogfimi.is http://bogfimi.is/efnisveita/islandsmetaskra-i-bogfimi/
Metin sem voru slegin voru meðal annars.
U15 Trissubogi kvenna – Eowyn Marie A. Mamalias
U18 Trissubogi karla útsláttarkeppni – Nói Barkarson
U21 Trissubogi karla útsláttarkeppni – Nói Barkarson
E50 Trissubogi Karla – Rúnar Þór Gunnarsson
E50 Berbogi kvenna – Olga Karn Símonardóttir
E50 Berbogi karla – Ludger Zeevaert
Opinn fl. Berbogi karla – Izaar Arnar Þorsteinsson
Open Para Trissubogi Karla – Þorsteinn Halldórsson
U15 Para Trissubogi Karla – Aron Ingi Davíðsson
Open Para Sveigbogi – Sveinn Stefánsson
E50 Para Sveigbogi – Sveinn Stefánsson
Sveigbogi Íslensk Blönduð liðakeppni Freyja: Sigurjón, Carlos og Ragnar
Trissubogi Íslensk Blönduð liðakeppni Boginn: Astrid, Maciej og Rúnar.
Íslandsmeistarar eru eftirfarandi:
Íslandsmeistarar í Trissuboga eru:
Eowyn Marie A. Mamalias – U15 KVK
Kaewmungkorn Yuangthong (Púká) – U15 KK
Nói Barkarson – U18 KK
Erla Marý Sigurpálsdóttir – U21 KVK
Guðjón Einarsson – Opinn Flokkur KK
Astrid Daxböck – Opinn Flokkur KVK
Sveinn Stefánsson – E50 KK
Haukur Hlíðar Jónsson – Byrjendur KK
Eva Rós Sveinsdóttir – Byrjendur KVK
Liðakeppni: Boginn
Íslandsmeistarar í Sveigboga eru:
Marín Aníta Hilmarsdóttir – U15 KVK
Viktor Orri Ingason – U15 KK
Sara Pálsdóttir – U18 KVK
Þorsteinn Ivan M. Bjarkason – U18 KK
Rakel Arnþórsdóttir – U21 KVK
Ásgeir Ingi Unnsteinsson – U21 KK
Astrid Daxböck – Opinn Fl. KVK
Sigurjón Atli Sigurðsson – Opinn Fl. KK
Guðný Grímsdóttir – E50 KVK
Kristján Guðni Sigurðsson – E50 KK
Michele L. Mielnik – Byrjendur KVK
Przemyslaw Pietrzyk – Byrjendur KK
Liðakeppni: Freyja
Íslandsmeistarar í Berbogi eru:
Lena Sóley Þorvaldsdóttir – U21 KVK
Guðbjörg Reynisdóttir – Opinn Fl. KVK
Izaar Arnar Þorsteinsson – Opinn Fl. KK
Olga Karen Símonardóttir – E50 KVK
Ludger Zeevaert – E50 KK
Ólafur Brandsson – Byrjendur KK
Sjáumst á næsta Íslandsmót sem er Íslandsmótið utanhúss 2018 sem verður haldið hjá Skaust á Austurlandi. Munið að skrá ykkur sem fyrst. Sjá skráningu hér http://archery.is/events/islandsmeistaramotid-utanhuss-2018/
Íslandsmótið innanhúss á næsta ári verður skipt í 2 mót
Íslandsmót ungmenna innanhúss 2019 (þar keppa U15, U18 og U21 flokkar) http://archery.is/events/islandsmot-ungmenna-innanhuss-2019/
Íslandsmótið Innanhúss 2019 (þar keppa Opinn flokkur, Masters (E50) og byrjendaflokkur) http://archery.is/events/islandsmotid-innanhuss-2019/