Ætlar þú að keppa erlendis?

Þetta ætti flest að vera frekar augljóst, en alltaf gott að minna á og gefa upplýsingarnar út fyrir fólk sem hefur minni reynslu.

Byrjið á að lesa skráningarsíðuna hjá bogfiminefndinni á bogfimi.is þar er mikið af góðum upplýsingum til keppendur sem vilja keppa erlendis.

Munið að skrá ykkur á erlend mót sem ykkur langar að fara á. Og munið að lesa og leita uppi allar upplýsingar um mótin sem þið hafið áhuga á að fara á sem fyrst, helst 5 mánuðum fyrir mótið eða fyrr. Og fylgjast með hvort að upplýsingar breytist (þannig að kíkja reglulega á upplýsingar)

Sem dæmi eru iðnustu keppendurnir okkar á erlendum mótum búnir að skrá sig á flest mót sem þeir ætla sér að fara á árið 2019. Semsagt 18 mánuði fram í tímann. En flestir eru allavega búnir að ákveða sig 6 mánuðum fyrr hvaða mót þeir hafa áhuga á að fara á.

Skráningin á flest erlendu stórmótin er búin núna en þetta eru allt góðar upplýsingar sem hægt er að nota í framtíðinni í reynslu og þekkingar bankann.

Hlutir sem er vert að athuga þegar ætlað er á erlend mót.

  1. Skráningarfrestur: Hvenær er skráningarfresturinn á mótið. Skráningarfrestur hjá bogfiminefndinni er almennt 1-2 vikum fyrir skráningar deadline hjá mótshöldurum úti. Það er gert vegna þess að safna þarf saman greiðslu frá keppendum, klára skráningar keppenda á mótið og millifæra út á mótshaldara. Opin mót eins og t.d Indoor World cup, Masters World Championships og Mexican Grand Prix skráir maður sig á beint hjá mótshaldara (þau eru semsagt ekki á vegum bogfiminefndarinnar)
  2. Skrá sig snemma: skráðu þig snemma á mót sem þig langar að keppa á, á bogfimi.is, bogfiminefndin sendir á þá sem skrá sig á mót upplýsingar um mótið, ásamt upplýsingar um greiðslu og slíkt.
  3. Hvar og hvenær mótið er haldið: bæði upp á að bóka sem ódýrasta flugið og til að vita hvort þarf að sækja um VISA, athuga dagsetningar á vegabréfi og slíkt. Flestir mótshaldarar mæla með að hafa farið yfir alla þessa hluti að lágmarki 6 mánuðum fyrir mótið.
  4. Lesa upplýsingar um mótið: Lesa upplýsingar um mótið, athuga með upplýsingar í mótalistanum á archery.is, worldarchery.org og archeryeurope.org. Einnig að athuga hvaða fjarlægðum og skífustærðum er verið að keppa á. Skoða skor og þáttöku af eldri mótum. Reyna að safna sér eins mikilli reynslu og þekkingu og hægt er áður en ákveðið er að fara á mótið.
  5. Hvað ef ég lendi í vandræðum?: Ef þú ert búinn að lesa allar upplýsingarnar um mótið en það er eitthvað sem þú skilur ekki eða þú heldur að þig vantar meiri upplýsingar en þú hefur geturðu haft samband við bogfiminefndina president@bogfimi.is. Hún getur aðstoðað þig með framhaldið 😉

Athugið sérstaklega skráningarfresti á mótin, ef þið skráið ykkur of seint getið þið mögulega misst af því að geta keppt á mótinu.

Allar upplýsingar um skráningar á erlend mót á vegum bogfiminefndarinnar (semsagt mót þar sem skráning þarf að fara í gegnum bogfiminefndina) er hægt að finna hér. http://bogfimi.is/efnisveita/skraning-a-erlendkvotamot/

Ef þið hafið einhverjar spurningar um erlend mót getið þið alltaf haft samband við bogfiminefnd ÍSÍ president@bogfimi.is. Hún getur svarað öllum spurningum sem þið hafið 🙂

Kveðja áhugafréttamenn archery.is