Í berboga kvenna sló Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði Íslandsmetið aftur með skorið 511. Íslandsmetið var 488 sem hún sett á Norðurlandameistaramóti Ungmenna 2019.
Ólafur Ingi Brandsson varð fyrstur í undankeppni berboga en náði ekki að betrum bæta metið sitt frá því á föstudaginn þar sem hann setti Íslandsmetið í berboga karla.
Sigurjón Atli Sigurðsson úr BF Hróa Hetti í Hafnarfirði og Gummi Guðjónsson úr BF Boganum í Kópavogi stóðu sig vel í sveigboga karla þar sem þeir skoruðu báðir yfir 600 stig, Sigurjón 605 og Gummi 604.
Sigríður Sigurðardóttir úr BF Hróa Hetti í Hafnarfirði var hæst í sveigboga kvenna með 516 stig. Sigríður setti einnig á föstudaginn síðasta met í öldungaflokki.
Í trissuboga karla toppaði Rúnar Þór Gunnarsson í BF Boganum í Kópavogi með 633 stig í undankeppni rétt á undan Alfreð Birgirsson með 626 stig.
Erla Marý Sigurpálsdóttir í BF Boganum í Kópavogi var hæst í undankeppni trissuboga kvenna með 597 stig og sérstaklega gott skor í seinni umferðinni þar sem hún skoraði 314 stig.
Top 4 í hverjum bogaflokki keppa á morgun í undanúrslitum, brons og gull keppni. Gull keppni í öllum flokkum verður livestreamað á youtube rásinni
Hægt verður að finna heildar úrslit af mótinu hérna http://ianseo.net/Details.php?toId=5584
Spáin okkar fyrir morgundaginn er:
Berbogi:
Guðbjörg tekur gullið í berboga kvenna en Guðný Gréta er líkleg til að gefa Guðbjörgu smá mótstöðu.
Ólafur tekur gullið í berboga karla en Björn Leví er búinn að vera að æfa sig meira þannig að það er farinn að minnka munurinn á milli þeirra tveggja.
Sveigbogi:
Sigurjón og Gumma er erfitt að skera á milli þar sem aðeins 1 stig er á milli þeirra í undankeppni. Gummi vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra utandyra en Sigurjón árin á undan. Þannig að sveigbogi karla spáum við að verði 50/50 match á milli Gumma og Sigurjóns. Við gerðum coin toss á þessu og það endaði á Gumma. En Raggi titilinn innanhúss á móti Sigurjóni, nær Raggi að gera annað upset?
Sveigbogi kvenna spáðum við Sigríði Sigurðardóttir en Guðný kom sterk inn og Astrid á flesta Íslandsmeistaratitlana í opnum flokki kvenna þannig að það verður ekki gefins fyrir Sigríði.
Trissubogi:
Í trissuboga karla spáum við Rúnari sigurinn. Rúnar var bæði hæstur í undankeppninni á mótinu og varð einnig Íslandsmeistari innandyra fyrr á árinu. En Alfreð er að koma sterkur inn með frábært skor á HM í Hollandi í síðasta mánuði, Þorsteinn er einnig á uppleið að reyna að ná sæti á Paralympics og sló Íslandsmetið í fatlaðra flokki fyrir skömmu.
Í trissuboga kvenna lítur nýliðinn Erla sigurstranlegust út miðað við undankeppni. En reynsluboltarnir Ewa eða Astrid munu ekki gefa nýliðanum Erlu það á gull fati.
Liðakeppni
Sigurjón Atli Sigurðsson og Sigríður Sigurðardóttir mæta Kayleigh Ivanov og Gilbert Jamieson frá Skotlandi í blandaðri liðakeppni sem verður einnig á livestream. Og að sjálfsögðu spáum við að Íslandi vinni þar sem báðir keppendurnir okkar eru með Sigur í fyrra og seinna nafni 😉
Einnig keppa Rúnar Þór Gunnarsson og Erla Marý Sigurpálsdóttir á móti Tim Buntnix og Kristy Robb í trissuboga blandaðri liðakeppni vinaleik. Þar sem Ísland er underdog en við spáum að þetta verði spennandi gull keppni.
Hægt verður að fylgjast með gengi mótsins á live-stream hérna youtube rásinni og lokaniðurstöður verða birtar á http://ianseo.net/Details.php?toId=5584
ÁFRAM ÍSLAND.