Íslandsmeistaramótið innandyra er þessa helgi 27-28 nóvember

Íslandsmeistaramótið innandyra í bogfimi er haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík og hefst kl 09:40 á laugardaginn þar sem trissuboga og berbogaflokkar keppa. Á sunnudaginn er keppt í sveigboga.

Hægt er að fylgjast með Íslandsmeistarmótinu live á archery tv Iceland youtube rásinni  og sjá úrslit, dagskrá og allt tengt mótinu á ianseo.net.

Einnig verða afhentir verðlaunagripir til bogfimifólks ársins 2021 eftir keppnisgreinum á viðburðinum.

Oliver, Albert, Izaar – Marín, Anna, Guðbjörg eru bogfimifólk ársins 2021 í bogfimi eftir keppnisgreinum

2021 er frekar óvenjulegt ár þar sem venjan er að hafa Íslandsmeistaramótin Innanhúss í febrúar-mars á hverju ári. En mótinu var frestað til nóvember vegna Covid að þessu sinni.

 

Reglur tengt Covid eru síbreytilegar en tekist hefur þó að halda öll Íslandsmót ársins, en Íslandsmeistaramótið innanhúss verður það síðasta á árinu 2021. Sem dæmi í dag tók í gildi samstundis viðbót við reglugerð um takmarknir á samkomum þar sem krafist er PCR prófs í stað Antigen prófs fyrir stóra viðburði. Heppilegt er því að Íslandsmeistaramótinu er skipt niður á tvo daga og fer því ekki yfir 50 manna hámarkið af keppendum og staffi til þess að þurfa PCR próf sem skyldu. Allir keppendur hafa þó verið hvattir til þess að fara í antigen próf fyrir mótið, þó að ekki sé krafa um antigen próf skv. sóttvarnareglum Grímuskylda er einnig á viðburðinum öllum stundum nema þegar staðið er á skotlínu að skjóta og því er BFSÍ að fara rúmlega eftir þeim aðgerðum sem sóttvarnaryfirvöld mæla með þessa stundina.


Sérsmíðaðir verðlaunapeningar eru fyrir efstu þrjú sæti einstaklinga í hverri keppnisgrein á Íslandsmeistaramótum í opnum flokki (fullorðinna)

Mikið er um góða keppendur og því oft erfitt að spá fyrir um úrslit, enda er þetta mót hæsta getustig íþróttarinnar innanlands. En tökum skot út í loftið svo að þeir sem þekkja ekki til viti með hverjum á að fylgjast 😉.

Í trissuboga er taldar líklegastar til þess að keppa um gullið í opnum flokki Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akur og Helga Kolbrún Magnúsdóttir í BF Hróa Hetti en þær eru með hæstu skor á árinu (Anna sló Íslandsmetið í ungmennadeild BFSÍ í Nóvember en þau úrslit verða birt í enda mánaðarins þegar öll úrslit hafa borist til BFSÍ tengt því móti), þó er ekki vert að telja af keppendur eins og Freyju Dís Benediktsdóttir sem tók U21 innandyra titilinn. Við áætlum að það verði spennandi og mjög jöfn keppni í trissuboga kvenna með einhverjum “upsets” þar sem margar eiga möguleika á því að taka titilinn.

Í trissuboga karla verður harður bardagi þar sem það er stærsti flokkurinn á mótinu, en þar eru Albert Ólafsson og Nói Barkarsson úr BF Boganum ásamt Alfreð Birgisson í ÍF Akur sem eru taldir vera með þeim sigurstranglegustu og almennt þeir sem deila með sér top þrem sætunum á Íslandsmeistaramótum. Aðeins top 8 keppendur halda áfram í útsláttarkeppni einstaklinga sem byrjar við fjórðungsúrslit og því nokkrir sem munu ekki ná í úrslitaleikina í trissuboga karla.

Guðbjörg og Izzar eru talin líklegust til þess að taka berboga titlana en þau eru bæði bogfimifólk ársins í berboga.

Í sveigboga kvenna er Marín Aníta Hilmarsdóttir talin lang líklegust til sigurs, hún er bæði Íslandsmeistari innandyra og utandyra, íþróttakona ársins, sveigboga kona ársins o.s.frv. En það hefur oft munað mjóu og í sveigboga gerir svokallaða “set system” hvern útslátt meira spennandi þar sem meiri líkur eru á “upset” að einhver sigri með góðum örvum á réttum tíma.

Í sveigboga karla eru Haraldur Gústafsson í Skaust og Dagur Örn Fannarsson í BF Boganum taldir líklegastir til þess að keppa um gullið, en mjög jöfn keppni hefur verið á milli þeirra um eitthvað skeið og þeir skiptu titlunum milli sín á árinu 2020, Haraldur á titlana utandyra 2020 og 2021, Dagur er ríkjandi Íslandsmeistari innandyra en hann vann titilinn 2020. Ragnar Þór Hafssteinsson í BF Bognum gæti þó komið sterkur inn en hann varð Íslandsmeistari innandyra 2019 sem kom flestum á óvart, en Ragnar nælir almennt í verðlaun í sveigboga á Íslandsmeistaramótum, þó að aðeins eitt af þeim hafi verið gull litað hingað til.

En við fylgjumst spennt með á morgun.

Úrslitaleikirnir byrja kl 16:30 með gull úrslitum í liðakeppni karla og kvenna ásamt parakeppni. En þetta er fyrsta Íslandsmeistaramót innandyra þar sem keppt er í félagsliðakeppni. Vegna þess er bókað mál að liðið sem vinnur gull úrslita leikinn mun setja Íslandsmet í félagsliðakeppni.

Áætlað er að Gull og Brons úrslita leikir í trissuboga og berboga einstaklinga muni hefjast um 17:20.