Íslandsmeistaramót dagsetningar og keppnistímabil

Af hverju eru Íslandsmeistaramótin haldin á ákveðnum tímum á árinu? Í þessari grein eru útskýringar á því afhverju viðmiðið fyrir Íslandsmeistaramótin innanhúss eru haldin í lok Febrúar til byrjun Mars og Íslandsmeistaramótin utanhúss í lok Júní til byrjun Júlí. Og hvað Íslandsmeistaramót er. Einnig er neðst pistill um keppnistímabil.

Íslandsmeistaramót eru mót þar sem þeir bestu á Íslandi keppa. Það er almennt stærsta og erfiðasta mótið í bogfimi á Íslandi og virkar einnig sem undankeppni (qualification) fyrir þá sem ætla sér að keppa og ná árangri fyrir Ísland alþjóðlega.

Íslandsmeistaramótið er ekki mót sem er miðað á byrjendur sem hafa aldrei keppt áður og/eða kunna ekki reglur (til þess eru þjálfarar og öll önnur mót á Íslandi, til að fólk geti safnað sér reynslu og lært reglur til þess að geta farið að keppa á stærri mótum eins og Íslandsmeistaramótum)

Af hverju eru Íslandsmeistaramótin innanhúss haldin í lok Febrúar til miðjan Mars?

Af því að HM og EM eru venjulega í kringum Febrúar til byrjun Mars og því ekki hægt að halda Íslandsmeistaramótin fyrr á árinu (ekki nema við viljum koma í veg fyrir það að Ísland geti náð góðum árangri erlendis), og utandyra keppnir erlendis hefjast almennt í byrjun Apríl og því ekki hægt að halda það seinna nema það stangist á við erlend stórmót og skemmi fyrir möguleikum Íslands að ná árangri erlendis.

Einnig eru páskar og próf í skólum almennt í Apríl-Maí og því ekki gott fyrir yngri keppendur að færa innanhúss mótið seinna á árinu.

Þannig að besti tíminn er Mars fyrir alla, byrjendur og þá bestu, konur og karla, fjölskyldur og einstaklinga, alþjóðastarf og innlent starf, sem er mjög heppilegt 🙂

Ef við værum einungis að skipuleggja dagsetningar á Íslandsmótum út frá bestu keppendunum myndum við halda Íslandsmótin innanhúss í Október þar sem það myndi passa best upp á undankeppni (qualification) fyrir HM og EM innandyra. Eins og sést er klárlega ekki verið að gera það, sama hvað sumir segja.

Keppendur á Íslandi sem keppa einungis á Íslandsmeistaramótum og engum öðrum mótum hafa meira en 6 mánuði til að undirbúa sig til að keppa á Íslandsmótum innanhúss og því ekki hægt að segja að þeir hafi ekki fengið nægann tíma til þess að æfa sig og undirbúa sig.

Á þessu ári var Íslandsmeistaramótið fært viku seinna en venjulega og var 24.mars í stað þess að vera 17.mars eins og væri eðlilegt, að beiðni ákveðna einstaklinga sem vilja halda mótin síðar. Bogfiminefndin fékk margar kvartanir um að það stangaðist á við pálmasunnudag og væri farið að nálgast páskana sem væri vont fyrir fjölskyldu fólk og krakka (þeim bestu var alveg sama um breytinguna).

Ásamt því er búið að taka mið af því hvað aðrar Norðurlandaþjóðir gera með sín innandyramót og hægt er að finna lista yfir mörg innandyra mót hjá þeim síðustu ár hér fyrir neðan. Þau mót eru alltaf í Mars, aldrei í Apríl eða Maí, þar sem það er besta tímasetningin fyrir alla keppendur og skipulag.

Meistaramót innanhúss í Svíþjóð var 11.03.2017
Meistaramót innanhúss í Danmörku var 04.03.2017
Meistaramót innanhúss í Noregi var 31.03.2017
Íslandsmeistaramót innanhúss var 19.03.2017
Evrópumeistaramót innanhúss var 12.03.2017
NFAA indoor nationals í USA var 12.03.2018
Heimsmeistaramótið innandyra í USA var 19.02.2018
Meistaramót innanhúss í Noregi var 16.03.2018
Meistaramót innanhúss í Finlandi var 24.03.2018
Meistaramót innanhúss í Danmörku var 11.03.2018

Eins og sjá má er búið að þaul hugsa tímasetningar fyrir Íslandsmeistaramót innanhúss og er besti tíminn fyrir Íslandsmeistaramót innanhúss svo að það henti öllum keppendum, fjölskyldum, skólastarfi og krökkum vel, að halda mótið um 1-2 vikum eftir HM eða EM innanhúss, sem væri lok Febrúar til miðjan Mars eftir árum.

Ef við færum Íslandsmeistaramótin innanhúss í Apríl-Maí skemmum við bæði fyrir skólastarfi hjá krökkum og unglingum og árangri Íslands erlendis. Sem er engin ástæða til að gera þar sem Febrúar-Mars hentar öllum aldri og getustigi.

Afhverju eru Íslandsmeistaramótin utanhúss um mitt sumar Júní-Júlí?

Það er búið að reyna oft að hafa Íslandsmeistaramótin seinna á árinu, miðjan Júlí til miðjan Ágúst og það hefur ekki gengið vel vegna veðuraðstæðna á Íslandi að halda mótin það seint.

Við búum í köldu landi þannig að eini tíminn sem er hægt að áreiðanlega búast við nægilega góðu veðri til að keppa í bogfimi utandyra er í kringum Júní-Júlí mánaðarmótin.

Þegar Íslandsmeistaramótin utanhúss hafa verið haldin í lok Júlí og Ágúst eru dæmi um að keppendur hafi hætt keppni vegna veðuraðstæðna og að keppendur hafi lent í ofkælingu (hypothermia). Þannig að það skemmir mikið fyrir árangri í skori og jafnvel heilsu keppenda að halda mótin svo seint á árinu á Íslandi (hvort sem um ræðir krakka eða fullorðna og hvað sem getustigið er)

Einnig þarf að taka mið af því að Íslandsmeistaramótin utanhúss stangist ekki á við stórmót erlendis, ekki viljum við skemma fyrir árangri Íslands alþjóðlega í bogfimi að ástæðulausu?
Ég hef haft samband við ÍSÍ og þeir eru sammála, það VERÐUR að taka mið af mótaskipulagi erlendis og má ekki skipuleggja Íslandsmót viljandi á sama tíma og stórmót erlendis. Það kemur í veg fyrir að Ísland geti náð árangri á heimsvísu og er gegn markmiðum ÍSÍ og þar með Bogfiminefndarinnar (og framtíðar Bogfimisambands)

Dæmi frá öðrum norðurlandaþjóðum (sem búa samt við heitara loftslag en við):
Norðurlandameistaramót ungmenna utandyra Finlandi 30.06.2017
Norðurlandameistaramót ungmenna utandyra Danmörku 01.07.2016
Meistaramót utandyra í Finlandi 07.07.2017
Meistaramót utandyra í Svíþjóð 09.07.2017
Meistaramót utandyra í Svíþjóð 14.07.2016
Meistaramót utandyra í Noregi 19.08.2016 (hæsta meðal samkv weatherspark reykjavík ágúst 14°, Sandfjord noregi ágúst 21°)
Evrópumeistaramót í Bretlandi 23.05.2016 (vegna alþjóða mótaskipulags þurfti að halda mótið í maí svo að það stangaðist ekki á við önnur stórmót)
Heimsmeistaramót utandyra í Mexíkó 15.10.2017 (af því að þar er of heitt að halda mótið um mitt sumar)

Erfiðarar er að skipuleggja dagsetningar fyrir Íslandsmót utanhúss þar sem það er mun meiri breytileiki í dagsetningum alþjóðlegra stórmóta og vegna veðurfars á Íslandi er mjög takmarkað sem við getum fært utanhúss mótið. En almennt er alltaf laus helgi í lok Júní til byrjun Júlí.

Á þessu ári er Íslandsmeistaramótið utanhúss 07-08.Júlí
07-08.Júlí sem stangast á við aðra helgina af European Para Archery Cup leg 2, sem þýðir að einn af okkar bestu keppandum getur ekki keppt á Íslandsmótinu. (Íslandsmótið var sett á þessa dagsetningu þar sem fleiri keppendur fyrir Ísland voru skráðir alþjóðlega á allar aðrar helgar í Júní, Júlí og Ágúst og þar sem það er aðeins einn maður sem keppir í Para alþjóðlega myndi það ekki hafa áhrif á undakeppni (qualification) hans á önnur Para mót ef Íslandsmeistaramótið og það mót myndu stangast á)
29.Júní-1.Júlí stangast á við Norðurlandameistaramót ungmenna
14.Júlí-21.Júli stangast það á við World Cup í Berlin sem 5 voru skráðir á.
28.Júli-03.Ágúst stangast það á við European Grand Prix sem 7 keppendur eru skráðir á.
12-19.Ágúst stangast á við Heimsmeistaramótið í Mastersflokkum sem 3 hafa lýst yfir áhuga að fara á.
25.Ágúst-02.Sept stangast á við Evrópumeistaramótið sem 12 eru skráðir á. (og er undankeppni fyrir European Games)

Auðvelt væri að halda Íslandsmeistaramótin utanhúss á t.d miðvikudegi og fimmtudegi án þess að það stangaðist á við alþjóðlegt mótaskipulag og það hefur verið íhugað, en þá stangast það á við vinnu og innlent skipulag. Þess vegna er Íslandsmeistaramótið utanhúss haldið um helgar.

Skýringar og eftirmáli.

ATH það er bara verið að tala um Íslandsmeistarmótin sem virka líka sem undankeppnismót fyrir erlend mót. ÖLL ÖNNUR MÓT MÁ HALDA Á ÖÐRUM TÍMUM. ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Á EKKI AÐ VERA EINA MÓTIÐ SEM HALDIÐ ER.

Það er búið að setja gífurlega hugsun í dagsetningar á Íslandsmeistaramótum síðustu 5 ár og búið að láta reyna á alla möguleika og taka mið af gífurlega mikilli reynslu allra þjóða í heiminum sem stunda bogfimi um hvernig þeir haga sínum mótum miðað við veður aðstæður í hverju landi fyrir sig.

Ásamt því tekið tillit til veðurfars, fjölskyldu fólki, krökkum, byrjendum, okkar besta fólki, árangur Íslands erlendis og öllu sem mögulegt er að íhuga. Dagsetningarnar eru ekki bara valdar einhvern veginn.

Og það eru alltaf sömu dagsetningar bilin sem koma upp þegar tekið er tillit til allra og alls.
Þær eru:

  1. Innanhúss: lok feb til miðjan mars (27.feb-20.mars sirka. Hentar ekki seinna, það er búið að reyna það)
  2. Utanhúss: Júní-Júlí, með því að taka tillit til veðuraðstæðna utandyra á Íslandi, þar sem veður hefur mikil áhrif á keppnina og keppendur utandyra. Og mótaskipulag á erlendum mótum (viljum við skipuleggja Íslandsmót á sama tíma og stórmót erlendis og koma í veg fyrir árangur Íslands erlendis?. (ég spurði ÍSÍ að því líka og svarið var að við fengjuð ekki að vera samband með þannig skipulagningu).

Allir geta haldið mót á öllum öðrum tímum sem til eru, þið getið haldið innanhúss mót í Júní eða utanhúss mót í Janúar það er alveg valfrjálst.

Íslandsmeistaramótin eiga ekki að vera ÖLL mótin á Íslandi. Íslandsmeistaramótið er fyrir … já það stendur í nafninu „Íslands-Meistara“ semsagt þá bestu á Íslandi.

Ef skífurnar á Íslandsmeistaramótinu eru of littlar fyrir keppendann eða fjarlægðirnar of langar væri vit að íhuga að byrja að taka þátt á minni mótum til að byrja með, til að læra reglur og æfa sig meira til að hitta inn á skífurnar og svo taka þátt á Íslandsmeistaramóti.

Allir þeir sem vilja keppa á Íslandsmeistaramótinu mega að sjálfsögðu keppa, en það er aldrei verra að safna sér meiri keppnisreynslu, læra reglur og kunna að keppa áður en farið er á stærsta og erfiðasta mótið.

Það eru líklega ekki mörg mót í heiminum sem hafa farið í gegnum jafn mikla hugsun og skipulagningu upp á val á tímum og Íslandsmeistarmótin á Íslandi.

Til samanburðar.
Skráningar á íslandsmótið innanhúss 2018 = 79 skráningar
Skráningar á íslandsmótið utanhúss 2017 = 38 skráningar
Skráningar á alþjóðleg mót fyrir hönd Íslands 2018 = 49 skráningar

Í APRÍL 2018 voru komnar 49 SKRÁNINGAR fyrir Ísland á alþjóðleg mót.

Keppnistímabil

Það eru engin keppnistímabil í bogfimi á Íslandi þar sem engin þörf er á þeim.

Keppnistímabil er það tímabil sem ákveðin týpa af keppni er haldin eða má stofna til ákveðnar keppnir. (dæmi ef við værum með keppnistímabil þá væri bannað að stofna til innandyra keppni á sumrin, sem er algerlega ástæðulaust að banna. Eða það væri bannað að stofna til keppni á ákveðnum tíma á ári)

Bogfimi innandyra er keppt í allt árið alþjóðlega og þeir sem hafa aðstöðu til að skjóta úr upphituðum birgjum geta keppt utanhúss allt árið líka.

Eina sem það myndi gera að vera með fast utandyra og innandyra keppnistímabil í bogfimi væri að skemma fyrir þeim sem minna mega sína og hafa ekki aðstöðu eða kjark til að keppa t.d á utandyra vegalengdum. (semsagt myndi aðallega skemma fyrir nýliðum, krökkum og minni íþróttafélögum).

Þetta er einnig samræmi við hvernig aðrar þjóðir og heimssambandið gerir það, það eru engin föst keppnistímabil þar.

Keppnistímabil eiga meira við liðaíþróttir eins og fótbolta, eða einstaklings íþróttir sem er einungis hægt að stunda á ákveðnum tímum á árinu, til dæmis skíðagreinar. Einnig við íþróttir þar sem eru ekki Íslandsmót heldur Íslandsmótaröð og tekur t.d 30 vikur. Allt eitthvað sem á ekki við um bogfimi.

Í bogfimi er oft talað um keppnistímabil (season) en þá er bara verið að vísa í hvenær utanhúss eða innanhúss mót eru haldin sem breytist mikið ár frá ári og er ekki skilgreinst sérstaklega sem ákveðnar dagsetningar. Til dæmis er talað um World Cup season hjá WA og að það byrji þegar fyrsta World Cup byrjar og lýkur á World Cup Final lýkur.

Skilgreining sem við fundum á netinu

Hér er nýleg grein frá World Archery sem segir
“Recently-crowned World Archery Indoor Champion Mike Schloesser is among the top archers to begin their outdoor season a little early in 2018″
Hver og einn íþróttamaður er því með sitt eigið keppnistímabil, sem byggist aðeins á hvenær þeir keppa utandyra og hvenær innandyra. Sumir hafa ekkert keppnistímabil og keppa innandyra og utandyra allt árið og það væri ástæðulaust að banna það.

Afhverju að skrifa þessa grein?

Af því að þeir sem koma nýjir inn í bogfimi vita kannski ekki ástæður þess að mótin eru haldin á þessum tímum.

Einnig virðast sumir stundum gleyma þessum ástæðum og vilja færa Íslandsmeistaramótin á annan tíma og muna eða vita ekki um reynsluna sem aflast hefur eða rökin fyrir því að Íslandsmeistaramótin eru haldin á þessum tímum.

Núna er hægt að biðja þá sem skilja ekki eða vita ekki ástæðurnar fyrir dagsetningum á Íslandsmeistaramótum að lesa þessa grein 🙂

Við viljum ná sem mestum árangri í öllu í bogfimi og mestu þáttöku sem hægt er þess vegna hefur farið svona mikil hugsun í dagsetningar á Íslandsmeistaramótum og það er ástæðan fyrir því að þau eru haldin á þessum tímum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið alltaf haft samband við formann bogfiminefndinnar ÍSÍ þar sem nefndin ræður dagsetningum á Íslandsmeistaramótum: president@bogfimi.is

Kveðja áhugafréttamenn archery.is