Ísland meðal efstu 50 þjóða í heiminum eftir iðkendatölum í bogfimi óháð höfðatölu

Heimssambandið World Archery óskaði eftir skömmu eftir iðkendatölum frá Bogfimisambandi Íslands og öllum sínum aðildarsamböndum, og þeir sendu einnig með núverandi iðkenda tölfræði þjóða sem þeir eru með á skrá hjá sér.

Í desember 2021 eru 818 einstaklingar skráðir sem iðkendur í aðildarfélögum BFSÍ í félagakerfi ÍSÍ FELIX. Útlit var fyrir að Ísland kæmi sér í top 40 þjóða eftir iðkendatölum með því að skríða yfir 1000 iðkendur á þessu ári en Covid setti ágætis strik í reikninginn þar og hægðist töluvert á útbreiðslu og fjölgun iðkenda á Íslandi á síðustu tveim árum.

Our current data on the numbers of archers per federations:

  • More than 64 000: FRA, GER
  • 32 000 – 64 000: GBR
  • 16 000 – 32 000 : ESP, ITA, RUS, TUR, USA
  • 8 000 – 16 000: AUT, CAN, IRI, JPN, NED, SWE
  • 4 000 – 8 000: AUS, HKG, NOR, SUI
  • 2 000 – 4 000: ARG, BEL, CHN, CZE, DEN, FIN, GRE, IND, UKR
  • 1 000 – 2 000: BAN, CRO, HUN, INA, IRL, KAZ, KOR, MEX, MAR, POL, SLO, TPE
  • 500 – 1 000: BRA, CYP, EGY, EST, ISL, LAT, MAS, NZL, RSA, SRB, SVK
  • 250 – 500: ALG, BLR, BUL, CUB, ISR, KOS, KUW, LTU, LUX, MAC, NAM, PER, POR, ROU, SGP, SRI, THA, URU, UAE, VEN
  • Less than 250: ALB, AND, ARM, AZE, BAH, BAR, BEN, BER, BHU, BOL, BRN, CAF, CIV, CHA, CHI, CMR, COD, COL, COM, CRC, DJI, DOM, ESA, ECU, IVB, FIJ, FLK, FPO, FRO, GEO, GHA, GUA, GUI, GUY, HAI, HON, IRQ, ISV, JAM, JOR, KEN, KGZ, KSA, LAO, LBA, LES, LIB, LIE, MAD, MAW, MDA, MGL, MKD, MLI, MLT, MNE, MRI, MON, MYA, NEP, NGR, NIG, NIU, NRK, PAK, PAN, PAR, PHI, PLW, PNG, PRK, PUR, QAT, RWA, SAM, SEN, SKN, SLE, SMR, SOL, SOM, SUD, SYR, TGA, TJK, TKM, TOG, TTO, TUN, UGA, UZB, VAN, VIE, VIN, YEM, ZIM

166 þjóðir eru aðilar að bogfimi heimssambandinu WorldArchery og flokkun “iðkenda” er mismunandi eftir þjóðum. En er þó sambærileg meðal flestra þjóða á listanum miðað við skilgreiningar ÍSÍ á iðkendum. Af þeim óhefðbundnari er vert að nefna t.d. Suður Kóreu sem flokka aðeins atvinnumenn sem iðkendur, þar sem þeir hafa ekki rauntölur um aðra iðkendur. Flest allt annað bogfimistarf í Kóreu og mörgum þjóðum í Asíu fer fram utan sérsambandsins s.s. í skólum, hásskólum og slíkt, þar sem er ekki endilega haldið utan um iðkendatölur. Einnig eru örfáar þjóðir sem flokka aðeins virka keppendur sem iðkendur.

Til samanburðar á landsmótum ungmenna var fjöldi keppenda 2021 í Grikklandi (2-4 þús iðkendur) og Írlandi (1-2 þúsund iðkendur) töluvert minni en fjöldi keppenda á síðasta Íslandsmóti ungmenna (500-1000 iðkendur). Meira en helmingur iðkenda á Ítalíu í bogfimi er yfir fimmtugt en á Íslandi er aðeins um 9% iðkenda yfir fimmtugt að aldri. Um 60% iðkenda á Íslandi er undir 21 árs að aldri og því mögulega bjartari framtíð í bogfimi á Íslandi bæði í almennu starfi og í afreksstarfi en í mörgum öðrum þjóðum.

Það sem gerir þessar tölur líklega hvað merkilegastar er að fyrir áratug síðan 2011 voru 0 iðkendur skráðir í bogfimi í félagakerfi ÍSÍ FELIX. Öll fjölgun á skráðum iðkendum hefur gerst á minna en áratug og því er að miklu leiti að þakka frumkvæði örfárra einstaklinga. Hér er hægt að sjá frétt frá árinu 2016 þar sem heimssambandið tók fyrst eftir þessari gífurlegu aukningu í íþróttinni á Íslandi. Þjóð sem þeir litu á sem að mestu óvirka fyrir árið 2014 þegar að Íslenskir keppendur byrjuðu að sjást reglubundið á alþjóðlegum stórmótum https://worldarchery.sport/news/138077/what-you-do-when-you-cant-find-archery-range-iceland

Ár Iðkendur
2011 0
2012 9
2013 10
2014 354
2015 450
2016 444
2017 527
2018 626
2019 853
2020 736
2021 818