Ísland keppir í gull úrslitum í fyrramálið

Ísland mun keppa um gull verðlaun á Veronicas Cup World Ranking Event í Slóveníu kl 7:00 í fyrramálið sunnudaginn 14 maí

Úrslita leikurinn er milli Íslands og Lúxemborg og hefst kl 09:00 að staðartíma (7:00 Íslenskum tíma) og mögulegt er að fylgjast með leiknum beint á streymi Evrópska Bogfimisambandsins (World Archery Europe) hér fyrir neðan.

UPPFÆRSLA: Vegna veður aðstæðna og bilunar í rafmagni og interneti náðist ekki að hefja streymið á réttum tíma. Rafmagn og rigning fer víst ekki alltaf vel saman. Því hófst streymi Evrópska Bogfimisambandsins (World Archery Europe) af úrslitum mótsins í seinni hluta gull úrslita leiks trissuboga kvenna milli Íslands og Lúxemborg.

Nánari fréttir um niðurstöður allra keppenda og liða Íslands á mótinu verða birtar eftir að mótinu lýkur og tími gefst í að taka það saman. Margt og mikið er að gerast á stuttum tíma á svona mótum og því ekki tími til að birta ítarlegar fréttir um allt jafnóðum. Enn vel er vert að vekja athygli á beinu streymi frá gull úrslitaleiknum svo að þeir sem hafa áhuga geti fylgst með í beinni.

Hér eru nokkrir stuttir punktar sem er sérstaklega vert að nefna:

  • Stelpurnar okkar unnu yfirgnæfandi sigur í liðakeppni gegn Slóvakíu í undanúrslitum 216-191 (Slóvakía tók bronsið).
  • Stelpurnar í Íslenska liðinu eru mjög ungar í aldri og í íþróttinni. Þær unnu meðal annars liða silfur á Evrópubikarmóti ungmenna í U21 flokki fyrir aðeins viku síðan og eru nú að gera að minnsta kosti jafn vel á heimslistamóti fullorðinna. Liðið skipa Anna María Alfreðsdóttir 20 ára (byrjaði í íþróttinni 2019), Freyja Dís Bendiktsdóttir 18 ára (byrjaði í íþróttinni 2020) og Þórdís Unnur Bjarkadóttir 15 ára (byrjaði í íþróttinni 2021).
  • Það munaði littlu að Ísland kæmist einnig í úrslit í parakeppni en þar sló Slóvakía Ísland út í mjög jöfnum leik 149-147 í 8 liða úrslitum
  • Ísland vann gullið í liðakeppni á sama móti 2022 og sýndu þriðju bestu frammistöðu þjóða á því móti samkvæmt frétt Alþjóða bogfimisambandsins World Archery. Ísland gerir það vonandi aftur núna.
  • Keppnis og veður aðstæður á mótinu voru mjög krefjandi og fjölbreyttar. Keppnisdagar voru mjög langir um 12-14 tímar af keppni á hverjum degi. Keppnin tafðist töluvert vegna áhrifa mikillar rigningar á keppnissvæðið yfir meirihluta mótsins sem hægði á framgangi mótsins. Bæði þar sem erfiðara var að labba um svæðið þar sem það var á stöðum á floti eða orðið að leðju og keppendur skutu hægar þar sem erfiðara var að fóta sig og miða. Það þurfti meðal annars að skjóta hluta keppninnar undir flóðljósum á kvöldin vegna tafana.

IMG_1553