Ísar Logi Þorsteinsson með silfur, brons, tvö Íslandsmet og tvö Norðurlandamet á NM ungmenna

Ísas Logi Þorsteinsson tók einstaklings brons og liða silfur í trissuboga karla U18 á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi um mánaðarmótin (30 júní-2 júlí). Til viðbótar við að setja tvö Norðurlandamet í liðakeppni og tvö Íslensk landsliðsmet.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-XMfpvFR/A

Þetta eru fyrstu einstaklingsverðlaun sem Ísar vinnur til á NM ungmenna, en hann vann silfur í liðakeppni á NM ungmenna á síðasta ári.

Í brons úrslitaleiknum á NM ungmenna núna mætti Ísar landa sínum Jóhannes Karl Klein þar sem hann sigraði örugglega 132-121.

Í liðakeppni var lið Íslands (Ísar, Ragnar og Jóhannes) efst í undankeppni mótsins og sló landsliðsmet og Norðurlandametið í undankeppni liða. Ísland var því talið sigurstranglegasta liðið á mótinu en þurfti að sætta sig við silfur eftir að tapa fyrir sameiginlegu liði Finnlands og Danmerkur í gull úrslita leiknum.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-HBmhGWq/A

Samantekt af niðurstöðum og árangri Ísars af NM ungmenna 2023:

  • Brons CU21M
  • Silfur lið CU21
  • Landsliðsmet CU18 unisex 1889
  • Landsliðsmet CU18 unisex útsláttarkeppni 202
  • Norðurlandamet lið CU18
  • Norðurlandamet lið CU18 útsláttur

Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Ísar, sem keppir með Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-W6vbjwh/A

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023