ÍF Akur á Akureyri á toppnum með 5 Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi utandyra 2022

Íþróttafélagið Akur á Akureyri sýndi frábæra frammistöðu á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi um síðustu helgi. Mótið var haldið á heimavelli BF Hróa Hattar í Hafnarfirði 9-10 júlí. Akur tók þrjá einstaklings titla og tvo liða titla.

Aflýsa þurfti liða útsláttarkeppni á mótinu vegna veðurs og voru verðlaun því afhent byggt á stöðu liða í undankeppni mótsins, en fjallað er um það nánar neðst.

Íslandsmeistaratitlar ÍF Akur á Íslandsmeistaramótinu:

Vert er að geta að feðginin Anna og Alfreð unnu bæði Íslandsmeistaratitlana innandyra og utandyra á árinu og að Izaar er á sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli í röð á síðustu þrem árum.

Aðrir verðlaunahafar ÍF Akur á mótinu:

Akur sat á á toppnum með BF Boganum í Kópavogi eftir fjölda Íslandsmeistaratitla, bæði félögin með fimm titla. Þannig að staðan á formlegum titlum er 5-5 milli félagana á þessu móti.

Í bogfimi þegar að staðan er jöfn 5-5 er farið í bráðabana, búum til smá bráðabana upp á gamanið til að skera úr um hvort félagið vann mest á Íslandsmeistaramótinu til gamans 😉

Á Íslandsmeistaramótinu núna var óformleg keppni í kynlausum flokki, sem var bætt við sem tilraun bæði til að gefa körlum og konum tækifæri til að keppa sín á milli og til þess að gefa einstaklingum sem eru kynsegin eða hafa ekki skráð kyn tækifæri á því að keppa í kynlausum flokki. Einn kynsegin einstaklingur var skráður á mótið í berboga flokki. Boginn vann sveigboga kynlausa flokkinn, Akur vann trissuboga kynlausa flokkinn, BF Hrói Höttur var talinn sigurstranglegastur í berboga kynlausa flokknum en Izaar náði sigrinum í harðri baráttu við Guðbjörgu frá Hróa Hetti. Þannig að segjum að Akur hafi unnið bráðabanann 2-1 og því með bestu frammistöðu á Íslandsmeistaramótinu 2022 í fjölda Íslandsmeistaratitla (formlegra og óformlegra). Samtals voru 12 Íslandsmeistaratitlar veittir á mótinu og 3 óformlegir. Það er en meira afrek þegar að horft er til þess að BF Boginn er stærsta bogfimifélag á Norðurlöndum bæði eftir fjölda iðkenda og keppenda.

Frekari fréttir er hægt að finna um sigurvegara ÍF Akurs í öðrum fréttum um þá af mótinu á archery.is

Veðrið á mótinu var hryllilegt á laugardeginum þegar að trissubogi og berbogi voru að keppa, gífurlega mikill vindur og rigning. Öll skotmörkin fuku niður í æfingaumferðum og skemmdu örvar hjá mörgum keppendum. Gert var hlé á haldi mótsins á meðan að skotmörkin voru fest vandlega við jörðina og leyst voru vandamál með örvar hjá þeim keppendum sem skorti þær. Þar sem ekki var útlit fyrir að veður aðstæður myndu skána mikið fyrr en seinni hluta dags og skipulag var þétt setið var ákveðið að stytta undankeppni úr 12 umferðum í 3 umferðir, tími til að skjóta hverri ör var lengdur úr 40 sekúndum í 60 sekúndur og hætt var við liða útsláttarkeppni á livestream svo að mögulegt væri að halda mótið. Veðrið batnaði sem betur fer seinni hluta laugardagsins og mögulegt var að halda úrslit mótsins á venjulegann hátt. Veðrið á sunnudeginum þegar sveigbogaflokkar kepptu var töluvert skárra þó að það hafi ekki verið það besta þá var mögulegt að halda mótið í eðlilegu formi og eftir skipulagi.