IceCup Mars 2018

IceCup Mars 2018 er nú lokið.

Hér eru niðurstöðurnar frá mótinu.

http://ianseo.net/Details.php?toId=3702

Niðurstöður með forgjöf.

Vert að nefna frá mótinu:

Fleiri tóku þátt á mótinu enn í febrúar samtals 27 keppendur, sem er besta þáttakan á þessu ári.

Í Trissubogaflokki með forgjöf:

Haukur Hlíðar Jónsson sem er búinn að æfa í sirka 3 mánuði vann sitt fyrsta gull🥇

Nói Barkarson tók silfrið 🥈(líklega í fyrsta sinn sem Nói fær ekki gullið múhahahaha)

Rúnar Þór Gunnarsson sló íslandsmet í masters flokki og eignaði sér bronsið 🥉

Í sveigbogaflokki með forgjöf:

Kristján G. Sigurðsson með Gull🥇

Michelle Mielnik með Silfur 🥈

Ragnar Þór Hafsteinsson með Brons. 🥉

Í berbogaflokki með forgjöf:

Bjarki Sigurðsson með Gull. 🥇

Ólafur Ingi Brandsson með silfur. 🥈

Guðbjörg Reynisdóttir með Brons. 🥉

Hægt er að finna upplýsingar um mótaröðina og fylgjast með henni hér http://archery.is/events/icecup-2018/

Næsta mót verður haldið 8. apríl en Íslandsmótið innanhúss verður haldið 23.mars og er næsta mót framundan, og því vert að skrá sig sem fyrst á það. Skráningu á Íslandsmótið er hægt að finna hér http://archery.is/events/islandsmeistaramotid-innanhuss-2018/

Þeir sem eru ekki búnir að skrá sig og greiða þáttökugjöld 2 vikum fyrir Íslandsmótið (sem er í dag 9. Mars) þurfa að greiða tvöföld keppnisgjöld.
Skráningu verður svo lokað fyrir öllum nýjum skráningum 16. Mars.