Archery.is Þjálfari ársins 2017 Sveinn Stefánsson

Kosningu Archery.is á þjálfara ársins er núna lokið.

Sveinn Stefánsson úr Íþróttafélaginu Freyju sigraði og fékk 31,6% greiddra atkvæða.

Sveinn Stefánsson (eða Svenni Spes eins og hann kallar sig) tók World Archery 1 stig námskeið í Júní á síðasta ári og hefur síðan verið að aðstoða alla sem hann hittir ásamt því að þjálfa á U21 æfingum í Reykjavík.

Það er mjög erfitt að velja þjálfara ársins þar sem það er mjög huglægt mat. En okkur finnst Svenni eiga það skilið, þó að hann hafi verið að þjálfa í stuttann tíma. Svenni hefur brennandi áhuga á þjálfun og getur lítið annað gert en að bæta sig í framtíðinni. (en kannski erfitt að bæta sig meira en að vera valinn þjálfari ársins 😉

Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum kosningu um þjálfara ársins, en þjálfun er búin að vera á mikilli uppleið á Íslandi síðustu 2 ár. Vonandi verða en fleiri sem taka þátt í kosningunum og greiða atkvæði í framtíðinni.

Ef okkur yfirsást einhvern þjálfara sem er að standa sig vel en var ekki með nafnið sitt inn í listanum var hægt að skrifa inn nafnið hans í dálkinn neðst. En enginn slíkt atkvæði/tillögur bárust í þetta sinn.

Hægt er að sjá heildar niðurstöðurnar hér fyrir neðan.

Atkvæðum einstaklinga verður haldið leyndu.