IceCup 2020 Desember Tilkynning

 

 

Góðan dag gott fólk

 

Við hjá IT Archery sem höldum IceCup mótaröðina erum afar annt um okkar Þátttakendur, Mótshaldara og Aðstoðarfólk. Einnig fjölskyldur ykkar og okkar.

 

Það er því með mikla depurð að við erum að aflísa Desember lokamótið í IceCup. Verið er að vinna í því að breyta útreikning á mótum sem þátttakendur hafa tekið þátt í niður í lágmark 3 mót yfir árið og að sjálfsögðu að fella niður, þetta árið, þátttöku skildu fyrir Desembermótið. Við munum engu að síður vinna í að útfæra Bikara til þátttakendur og Medalíur.

Þar sem þetta er jafn nýtt fyrir okkur og það er ykkur, þá óskum við hjá IT Archery eftir þolinmæði en að sama skapi erum við að gera grein fyrir því að verið er að vinna í þessu og að við ætlum okkur að gera eins gott úr þessu ástandi og hægt er.

 

Þegar fyrir liggur hvernig loka útfærsla á útreikningum, bikurum og medalíum hefur verið háttað, þá munum við birta það á sem flestum stöðum, eins og til dæmis Facebook síðuna og Messenger spjallið okkar.

 

Með Hlýja kveðju,

 

Ingólfur

&

Tryggvi