HM í Hollandi

Úrslit Íslands af mótinu er hægt að finna á myndinni hér fyrir neðan.

Þetta HM var með erfiðustu HM sem hafa verið. Cuttið inn í útsláttarkeppni var ótrúlega hátt og sem dæmi komst Silfur medalíu hafinn á Ólympíuleikunum í Rio 2016 rétt svo inn í lokakeppnina.

Mótið var frábært svæðið og uppsetningin var góð þó að lítið pláss hafi verið á vellinum (ekki skjóta í vegginn, ekki skjóta í vegginn)

Alfreð stóð sig vel í trissuboga karla og fór í smá innbyrðis skorkeppni við Færeyinga. Ewa stóð sig fínt í trissuboga útsláttarkeppni þar sem hún tapaði 142-136. Astrid keppti á móti Kóreskti stelpu. Alfreð og Þröstur voru að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti og nutu þess vel. Gummi byrjaði í 54 sæti í sveigboga og hrundi svo hægt og rólega niður listann eftir því sem þolið og styrkur þraut (eins og venjulega).

Alfreð fékk VIP treatment og fékk rúmmlega 4 klukkutíma óumbeðna sýningarferð um ‘s Hertogenbosch í Hollandi.

Annars var þetta merkilega viðburðarlítil ferð.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af mótinu.