Bogfimikynning Hróa Hattar 17. júní 2019 í Hafnarfirði

Það verður ekki bara skotið upp fánum í Hafnarfirði í tilefni af 17. júní í ár því að mörgum örvum verður einnig skotið á loft þar í bæ.  Bogfimifélagið Hrói Höttur mun standa fyrir bogfimikynningu á þjóðhátíðardaginn. Bogfimikynningin hefst kl. 14:00 með sýningu þar sem sýnd verður notkun á nokkrum mismunandi tegundunum boga.  Í framhaldi af sýningunni verður gestum leyft að prófa bogfimi.  Kynningin verður haldin við hliðina á verslunarmiðstöðinni Firði í miðbæ Hafnarfjarðar. Mikil hátíðarhöld verða á sama tíma í næsta nágrenni Fjarðar eins og sjá má á þjóðhátíðardagskrá Hafnarfjarðarbæjar.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.