Helga í 33 sæti á HM og í top 100 á heimslista.

Úrslitin orðin ljós fyrir Íslenska liðið á HM í bogfimi.

Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í sveigboga og trissuboga kvenna.

Helga stóð sig mjög vel og endaði í 33 sæti í trissuboga kvenna eftir að vinna fyrsta útláttinn sinn á móti Laure frá Frakkalandi en hún tapaði seinni útslættinum með 2 stiga mun 142-140 á móti Gizem frá Tyrklandi. Helga er þá einnig komin í top 100 á heimslistanum.

Astrid endaði í 57 sæti eftir að tapa útslættinum á móti keppanda frá Belgíu. Astrid var í 103 sæti á heimslistanum og því góðar líkur á því að 2 af top 100 í kvennaflokki séu frá Íslandi eftir HM. (leiðrétting Astrid náði ekki inn í top 100 eftir mótið)

Guðmundur tapaði gegn núverandi heimsmeistaranum Sebastian Peineau og endaði í 57 sæti.

Astrid komst í útsláttarkeppnina í Ólympískum sveigboga en var slegin út af Zyzanska frá Póllandi 6-2 þrátt fyrir Íslandsmet.

Guðmundur var í 118 sæti og Einar í 120 sæti í sveigboga. Hvorugur komst í útsláttarkeppnina (top 104 úr undankeppni halda áfram í útsláttarkeppni)

HM lýkur með medalíu keppni á laugardaginn og sunnudaginn, hægt er að fylgjast með á worldarchery.org þó að okkar fólk verði í áhorfenda stúkunum að þessu sinni.

Helga

Einar

Guðmundur

Astrid

Myndir fengnar með leyfi og þökk heimssambandsins WA til birtingar í Íslenskum miðlum.