HM Mexíkó Astrid með 2 Íslandsmet

Undankeppni Heimsmeistaramótsins í Mexíkó er nú lokið 4 keppendur kepptu fyrir Ísland og niðurstöðurnar voru frábærar.

Astrid sló Íslandsmetið í sveigboga kvenna með gífurlegum mun. Það met er búið að standa í næstum 3 ár. Metið var 513 en Astrid skoraði 545 stig á HM sem er gífurlegt hopp í skori.

Einnig slóu Astrid og Gummi Íslandsmetið í Blandaðri liðakeppni (mixed team) sem var 1121 stig og skorið af HM núna er 1124 stig. Þau áttu einnig metið áður sem þau slóu.

Helga jafnaði íslandsmetið í trissuboga kvenna í annað skiptið á þessu ári 676 stig. En hún var óheppin með eina örina í síðustu umferðinni.

Í trissuboga blandaðri liðakeppni voru Guðmundur og Helga aðeins 12 stigum frá Íslandsmetinu og voru aðeins 2 sætum fyrir neðan Bretland og unnu Japan á mótinu.

Einar skoraði personal best á mótinu í sveigboga karla 503 stig sem er gott miðað við að veðuraðstæður voru mjög furðulegar þegar keppt var í sveigboga karla og flestir keppendur 20-30 stigum frá sínu venjulega skori.

Guðmundur stóð sig ekki vel í sveigboga karla en hann lenti einnig í búnaðar vandræðum. En Íslandsmetið sem Astrid setti lyfti þeim tvem samt í Íslandsmet í blandaðri liðakeppni, svo gott var skorið hennar.

Þannig að á heildina litið er þetta glæsilega frábær árangur hjá bogfimi landsliðinu á HM í Mexíkó.

Útsláttarkeppnin hefst á morgun þar sem Guðmundur, Helga og Astrid keppa í trissuboga og Astrid keppir einnig í sveigboga. Guðmundur er dottinn úr keppni í sveigboga karla og endaði í 118 sæti og Einar líka í 120 sæti í einstaklingskeppni.