Heimsbikarmót París

Heimsbikarmótið í París 20-26 júní er eitt af fjórum heimsbikarmótum á hverju ári þar sem barist er um stig heimslista og þátttökurétt á World Cup Final sem aðeins 7 keppendur fá. 356 keppendur frá 51 landi keppa á heimsbikarmótinu í París 5 af þeim frá Íslandi.


Verið er að prófa nýjar reglur á heimsbikarmótum á þessu ári tengt lokakeppni (útsláttum). Eins og kerfið er núna þá eru 104 sem halda áfram í útsláttarkeppni, í nýju reglum mótsins virkar það þannig að þegar 104 eða fleiri keppendur eru að keppa fara 128 í útsláttarkeppni, ef það eru færri en 104 keppendur eru að keppa fara bara 64 efstu í útsláttarkeppni. Þetta fyrirkomulag er aðeins á Heimsbikarmótum og er á tilraunastigi sem stendur. Fyrirkomulagið er hagkvæmt fyrir sveigboga karla en óhagkvæmt fyrir trissuboga karla og sveigboga kvenna, en hefur ekki mjög mikil áhrif á trissuboga kvenna.

Eftir undankeppni mótsins komust eftirfarandi einstaklingar/lið áfram í lokakeppni:

  • trissuboga karla liðið
  • Anna María Alfreðsdóttir í trissuboga kvenna
  • Oliver Ormar Ingvarsson í sveigboga karla

Anna María Alfreðsdóttir stóð sig vel á mótinu, komst í lokakeppni (top 64). Anna María stóð sig flott í undankeppni með skorið 664 sem dugði henni að enda í 57 sæti í undankeppni. Anna var persónulega ekki mjög sátt við frammistöðuna sína í undankeppni en hún var t.d. með 680 stig á EM fyrir nokkrum vikum og hún hefði viljað sjá hærra skor á þessu móti. Anna lenti á móti Yun Soo Song frá sterkustu bogfimiþjóð heimsins Kóreu. Anna byrjaði með 2 stiga forskot og hækkaði það svo í þriggja stiga forskot í annarri umferð. Sú Kóreska minnkaði muninn um 2 stig í þriðju umferð og jafnaði í fjórðu umferð. Í fimmtu og síðustu umferð skaut sú Kóreska fullkomið skor X-X-X og sigraði útsláttinn. Ef Anna hefði unnið þennan útslátt er áætlað að hún skotið sér upp í topp 50 á heimslista sem er viðmið í Afreksstefnu BFSÍ fyrir Íþróttafólk á heimsmælikvarða. En heimslisti er ekki uppfærður fyrr en að mótinu er lokið í heild sinni og verður hægt að sjá á heimasíðu heimssambandsins eftir mótið.

Trissuboga karla liði mætti Suður Afríku í 24 liða lokakeppni. Fyrsta umferðin var frekar óheppileg og strákarnir okkar byrjuðu hægt en voru ekki að skora illa og enduðu með hærra skor en á móti Hollandi á Evrópumeistaramótinu í Munich fyrir nokkrum vikum. En Suður Afríku menn eru með sterkt trissuboga lið og áttu líka góðan dag og strekt start þannig að leikurinn endaði 231-214.

Dagur Örn Fannarsson stóð sig vel í undankeppni trissuboga karla með skorið 636, miðað við að hans keppnisgrein hefur almennt verið sveigbogi og hefur ekki mikla reynslu eða æfingu í trissuboga. En Dagur er að áætla að skipta yfir í trissubogaflokk á næsta ári.

Tveir Íslenskir keppendur sem voru upprunalega skráðir til keppni á mótinu en fengu því miður Covid stuttu fyrir ferðina. Anna María Alfreðsdóttir og Gummi Guðjónsson fylltu í þeirra stæði á mótinu með skömmum fyrirvara.

Inside jokes fyrir keppendur

Hvað er málið með þessa sveigboga gaura að skjóta með trissubogum og skjóta betra match en trissuboga gaurarnir í liða útsláttarkeppnum. Dagur er svo mikill sveigboga gaur að hann hittir á 70 metrum þó að hann miði á 50 metrum og hann er með röndóttar hendur. Allir halda að boginn hans Gumma hafi bilað, en sannleikurinn er að hann er bara bilaður sjálfur. Oliver fékk mynd. Marín datt út…. oft.