Heimsbikarmót 2016 hálfnað árangur Íslands framar öllum vonum og viðburðaríkt mót.

Fyrsti dagurinn er búinn á heimsbikarmótinu í Marrakesh Marrakó 2016 og frammistaða Íslenska liðsins er búin að vera langt framar vonum fyrir mótið.

mar16_x16_2979

Í heildina voru rétt undir 300 manns skráðir á mótið áður en það hófst.

Það þurfti að gera klukkutíma hlé í miðjum móti vegna veðuraðstæðna, já ég sagði veðuraðstæðna á innandyramóti, það er í fyrsta skipti sem það hefur gerst í sögu heimssambandsins. Mótið var haldið í 80 metra risatjaldi á torgi í miðbæ Marrakesh og stormurinn sem var úti reif upp hliðarnar á tjaldinu og það þurfti að fresta mótinu svo það væri hægt að bæta við styrkingum í bygginguna og laga hliðarnar áður en keppni hófst aftur.

Einnig var 15 ára gamalt heimsmet í sveigboga karla slegið á mótinu af ólympíu brons medalíuhafanum Brady Ellison frá bandaríkjunum 598 stig af 600 mögulegum og var hann 12 stigum hærri í undankeppninni en maðurinn í öðru sæti Vic Wunderlee 587 stig einnig frá bandaríkjunum sem vann einnig silfur á ólympíuleikunum árið 2000. Okkar besti maður í þeim flokki var Guðmundur Örn sem lenti í 17 sæti.

Það er nauðsynlegt að nefna að 8 af 10 Íslensku keppendunum eru að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti og allir nýju keppendurnir okkar stóðu sig langt um betur en allar áætlanir sem sérfræðingar gerðu fyrir mótið.

mar16_a16_7252

Astrid og Guðmundur eru einu keppendurnir okkar sem hafa keppt áður á alþjóðavettvangi og þau eru að keppa í báðum bogaflokkum og þurftu því að skjóta frá 8:30 til 19:30 í dag. Það er mjög sjaldgæft og aðeins 3 manneskjur í heiminum keppa í báðum bogaflokkum á alþjóðavettvangi og 2 að þeim eru frá Íslandi og það hefur vakið mikla athygli hjá keppendum, þjálfurum og heimssambandinu þar sem flestir telja það nánast ómögulegt að hafa slíkt úthald.

mar16_x16_3050

Úrslitin eru orðin ljós í nokkrum af bogaflokkunum og orðið staðfest að Ísland mun vera með keppendur í top 10 sætunum í þremur af sex aldurs/bogaflokkum á mótinu sveigboga kvenna, trissuboga U-21 karla og trissuboga U-21 kvenna. En meira um það á morgun þegar úrslit í þeim flokkum verða ljós.

Úrslitin eru orðin ljós fyrir Íslensku keppendurnar í sveigboga karla, trissuboga karla og trissuboga kvenna hér er yfirlit yfir fólkið okkar.

Sveigbogi karla voru í upphafi skráðir yfir 90 manns og strákarnir okkar enduðu í

17 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag  553
52 OLAFUR GISLASON ISL flag 480
56 TRYGGVI EINARSSON ISL flag 454
60 INGOLFUR RAFN JONSSON ISL flag 428

 

Í trissuboga karla voru skráðir um 70 manns áður en keppni hófst og strákarnir okkar stóðu sig eftirfarandi

44 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag 557
48 MACIEJ STEPIEN ISL flag 550
50 SNORRI HAUKSSON ISL flag 543
53 RUNAR GUNNARSSON ISL flag 534

 

Í trissuboga kvenna vorum við aðeins með einn keppanda Astrid og hún var með frábært skor í bæði undankeppninni og útsláttarkeppninni og endaði í 17 sæti í trissuboga kvenna.

17 ASTRID DAXBOCK ISL flag  560

mar16_x16_2980

Óskum Astrid Daxböck, Daníel Snorrason og Gabriela Íris Ferreira bestu lukku á morgun og vonandi komum við heim með fyrstu medalíur Íslands á alþjóðavettvangi í þessum flokkum.

Kveðja Guðmundur Örn Guðjónsson varaformaður bogfiminefndar ÍSÍ.