Íslendingar á Heimsbikarmótinu í bogfimi 2016

Heimsbikarmótið í bogfimi er nú að hefjast í Marrakech Marrakó og Íslendingar mjög áberandi á mótinu. Sem sést vel á því að Ísland og Íslendingar eru 3 árið í röð á top 10 merkilegustu staðreyndunum um mótið í fréttum bogfimi heimssambandsins.


https://worldarchery.org/news/146331/marrakesh-2016-10-things-you-need-know

Guðmundur Örn Guðjónsson (Gummi) er búinn að vekja mikla alþjóðlega athygli á síðasta ári, vegna þess að hann fann upp nýja/aðra leið til að skjóta boga sem er mjög ólík því sem sést hefur áður í íþróttinni. Honum finnst athyglin pínu óþægileg þar sem það er meiri pressa á honum í keppnum, en honum finnst það frábært að það sé meiri athygli og áhugi um Ísland í bogfimi alþjóðlega.

10 keppendur eru frá Íslandi á heimsbikarmótinu og 2 af þeim að keppa í báðum bogaflokkum. Ásamt því er Ísland að taka þátt í fyrsta skipti í U-21 (junior) flokki, það er 2 keppendur í þeim flokki 16 ára Daníel Örn Snorrason og 16 ára Gabriela Íris Ferreira.

4 keppa í sveigboga karla Guðmundur Örn Guðjónsson, Tryggvi Einarsson, Ólafur Gíslason og Ingólfur Rafn Jónsson.

4 keppa í trissuboga karla Guðmundur Örn Guðjónsson, Snorri Hauksson, Maciej Stephien og Rúnar Þór Gunnarsson. Gunnar Þór Jónsson þurfti því miður að aflýsa ferðinni vegna veikinda.

Astrid Daxböck sem er á top 100 á heimslistanum keppir í báðum bogaflokkum, sveigboga og trissuboga kvenna.

Eva Rós Sveinsdóttir er einnig á staðnum sem coach og klappstýra.

Í dag Föstudag byrjar æfing og equipment inspection með flottu opnunaratriði og á morgun Laugardag hefst undankeppni kl:08:30 að staðar tíma sem er sami tími og á Íslandi.

Hægt er að fylgjast með úrslitum og framgangi keppninnar á worldarchery.org og hér á archery.is 🙂

https://worldarchery.org/competition/15910/marrakesh-2016-indoor-archery-world-cup-stage-1#/