Heba Róbertsdóttir með tvö brons og Íslandsmet á Norðurlandameistaramótinu 2022

Heba Róbertsdóttir í BF Boganum í Kópavogi  hreppti tvö verðlaun á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) 2022 í Kemi Finnlandi síðustu helgi. Heba sló einnig Íslandsmetið í berboga kvenna U18 á mótinu.

Heba var í þriðja sæti í undankeppni berboga kvenna U18 og keppti á móti Julia Söderberg frá Svíþjóð í undanúrslitum. Þar fóru leikar 6-0 fyrir þeirri Sænsku og Heba tók bronsið. Í liðakeppni keppti Heba ásamt Viktoríu Fönn Guðmundsdóttir og Auðunn Andra Jóhannessyni gegn liði Svíþjóðar, þar hafði Svíþjóð einnig betur og Heba og liðsfélagar hrepptu bronsið á mótinu í liðakeppni.

Frekari fréttir af Norðurlandameistarmóti Ungmenna 2022 er hægt að finna á archery.is.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.