Heba Róbertsdóttir úr BFB Kópavogi var að ljúka keppni á Evrópumeistaramóti U21 innandyra í Varazdin Króatíu. Heba var að keppa í tveim keppnisgreinum, sveigboga og berboga og hún því með tvær niðurstöður í bæði einstaklingskeppni og liðakeppni.
Heba komst áfram í útsláttarleiki liða og einstaklinga í bæði sveigboga og berboga eftir undankeppni EM á þriðjudaginn.
Berboga kvenna U21 liðið, sem Heba var partur af, keppti í gull úrslitaleik EM þar sem þær mættu liði Bretlands. Stelpurnar stóðu sig vel og getustig beggja liða er sambærilegt þær bresku áttu bara betri dag. Leikurinn endaði 6-0 fyrir Bretlandi. Íslenska liðið tók því silfur á EM, sem er hæsta sæti sem Ísland hefur náð til dags í berboga kvenna U21. Gull úrslitaleiknum var streymt í beinni og hægt að sjá hann hér fyrir neðan.
Í berboga einstaklingskeppni U21 á EM var Heba sleginn út í 8 manna úrslitum gegn landa sínum og liðsfélag Lóu Margrét Hauksdóttir í jöfnum leik 6-4 og Heba endaði því í 7 sæti í einstaklingskeppni berboga á EM. (Að okkar íþróttafólki lendi á móti hvert öðru á þessu stigi mótsins getur verið séð sem gott þar sem að það tryggir að einn Íslenskur keppandi mun keppa um verðlaun á EM, en getur verið séð sem vont þar sem að allar stelpurnar okkar gátu ekki tekið verðlaun á EM)
Sveigboga kvenna U21 liðið, sem Heba var einnig partur af, mætti heimaliði Króatíu. Íslenska liðið endaði í 5 sæti á EM, sem er hæsta sæti sem Ísland hefur náð til dags í sveigboga U21 kvenna.
Í sveigboga einstaklingskeppni U21 á EM var Heba sleginn út í 32 manna leikjum gegn Chiara Compagno 6-0 og Heba endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni sveigboga U21 á EM.
34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Þetta er stærsti hópur Íslands til dags á EM og því vægast sagt mikið sem er búið að ganga á í vikunni. EM var haldið 19-24 febrúar og Íslensku keppendurnir voru að lenda heima á Íslandi í dag.
Nánari upplýsingar um gengi annarra keppenda Íslands á EM er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is