Heba í 4 sæti á World Series Open innandyra heimslista

Heba Róbertsdóttir átti flott innandyra tímabil í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery. Heba endaði í 4 sæti í berboga kvenna á World Series Open heimslista af rúmlega 373 keppendum alþjóðlega eftir að öllum mótum í mótaröðinni var lokið.

World Series Open innandyra mótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery samanstóð af 26 mótum um allan heim í vetur, frá byrjun nóvember og til lok febrúar.

Nánar er fjallað um World Series mótaröðina í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

17 Íslendingar í top 16 sætum á World Series Open heimslista 2023

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.