Haraldur Gústafsson í Skotíþróttafélagi Austurlands (SkAust) kom sá og sigraði á Íslandsmeistaramótinu og tók Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla og sveigboga (unisex, keppni óháð kyni).
Þetta eru fjórði og fimmti einstaklings Íslandsmeistaratitill sem Haraldur vinnur á sínum ferli. En hann tók sveigboga karla titlana utandyra 2020 og 2021 og sveigboga karla titilinn innandyra 2021. Mikil samkeppni hefur verið í sveigboga karla á síðustu árum og titlarnir hafa skipt um hendur á nánast hverju ári, oftar en ekki í jöfnum úrslitaleikjum sem enda í bráðabönum.
Í gull úrslita leik sveigboga karla lék Haraldur við Izaar Arnar Þorsteinsson um titilinn. Þar vann Haraldur úrslitaleikinn 6-0 af miklu öryggi. Oliver Ormar Ingvarsson tók svo bronsið 6-2 gegn Alex Johnsson. Verðlaunahafar í sveigboga karla enduðu því eftirfarandi:
- Haraldur Gústafsson – Skaust – Egilstöðum – Gull
- Izaar Arnar Þorsteinsson – Akur – Akureyri – Silfur
- Oliver Ormar Ingvarsson – Boginn – Kópavogi – Brons
Vert er að geta að Haraldur tók innandyra titilinn 2021 og komst í gull úrslit 2022 en náði ekki að verja titilinn. Haraldur er því búinn að endurheimta titilinn aftur til Austurlands.
Í gull úrslita leik sveigboga (unisex/keppni óháð kyni) lék Haraldur um titilinn við Marín Anítu Hilmarsdóttir. Úrslitaleikurinn var mjög jafn og staðan var 4-4 þegar ein lota var eftir. Í síðustu lotunni skoraði Marín 27 og Haraldur 29, Haraldur tók því 2 stig fyrir sigurinn í þeirri lotu og þar með sigurinn í úrslitaleiknum 6-4 og tók fyrsta Íslandsmeistaratitilinn óháðan kyni. Unisex Íslandsmeistaratitlum (eða titlum óháðum kyni) var bætti við í byrjun þessa árs af BFSÍ, m.a. til þess að stuðla að keppni milli karla og kvenna í íþróttinni og til þess að gefa þeim sem eru hvorki skráðir sem karlar né konur í þjóðskrá færi á því að keppa (þriðja kynskráning í þjóðskrá kynsegin/annað). Því mætti segja að Haraldur sé fyrsti Íslandsmeistari í sveigboga allra (það þarf ekki að setja flokkun fyrir aftan s.s. karla, kvenna, unisex, þar sem allir Íslendingar gátu keppt um titilinn).
- Haraldur Gústafsson – Skaust – Egilstöðum – Gull
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn – Kópavogi – Silfur
- Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – Boginn – Kópavogi – Brons
Haraldur keppti einnig um titilinn í blandaðri félagsliðakeppni (1kk og 1kvk) með liðsfélaga sínum Guðný Grétu Eyþórsdóttir úr Skaust. En þar enduðu leikar í úrslitaleiknum 5-1 fyrir andstæðingnum úr Kópavogi BF Boganum. Haraldur og Guðný hrepptu því silfrið. Verðlaunahafar þarf voru eftirfarandi:
- BF Boginn – Gull – Marín og Oliver
- Skaust – Silfur – Haraldur og Guðný
- ÍF Akur – Brons – Rakel og Izaar
Einnig er vert að geta að Haraldur og Guðný slóu Íslandsmetið í blandaðri félagsliðakeppni 50+ í undankeppni Íslandsmeistaramótsins.
- Sveigbogi blandað félagslið 50+ undankeppni – Skaust 1028 stig (metið var áður 1021)
Haraldur Gústafsson og Guðný Gréta Eyþórdóttir
Tveir Bretar kepptu í alþjóðlega hluta Íslandsmeistaramótsins. Þegar að alþjóðlegir keppendur skrá sig til keppni á Íslandsmeistaramótum er sett upp sér keppni sem alþjóðlegir keppendur geta tekið þátt í. Það er gert þar sem að aðeins þeir sem hafa búið á Íslandi lengur en ár og eru skráðir í aðildarfélög BFSÍ geta keppt um Íslandsmeistaratitla. Því var sett upp alþjóðleg keppni í sveigboga karla (Recurve International Men). Verðlaunahafar þar voru:
- Oliver Ormar Ingvarsson – Iceland – BF Boginn – Gull
- Haraldur Gústafsson – Iceland – Skaust – Silfur
- Daniel Sanchez Pombrol – Great Britain – Peacock Archers – Brons
Báðir Bretarnir komust í undanúrslit mótsins þar sem Haraldur og Oliver slóu þá út. Bretarnir enduð því á að þurfa að keppa gegn hver öðrum um bronsið, á meðan Haraldur og Oliver keppt um gullið. En þar þurfti Haraldur að sætta sig við silfrið eftir 6-2 tap gegn Oliver um gullið.
Loka samantekt af árangri Haraldar á mótinu er því:
- Íslandsmeistari í sveigboga karla
- Íslandsmeistari í sveigboga (óháð kyni)
- Silfur í félagsliðakeppni
- Ein alþjóðleg silfurverðlaun
- Íslandsmet öldunga í félagsliðakeppni
Glæsilegur árangur eftir 23 klukkustundir af keppni um helgina.
Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:
- Íslandsmeistaramótið var haldið helgina 25-26 febrúar í Bogfimisetrinu í Reykjavík af Bogfimisambandi Íslands (BFSÍ).
- Niðurstöður mótsins í alþjóða skorskráninga kerfinu ianseo
- Livestream af úrslitum í berboga og trissuboga flokkum á laugardeginum
- Livestream af úrslitum í sveigboga og langboga flokkum á sunnudeginum
- Myndir af mótinu á smugmug
- Stök myndskeið af öllum úrslitaleikjum á Archery TV Iceland Youtube rásinni (eru í vinnslu þegar þetta er skrifað, koma út síðar)
- Og í fréttum frá BFSÍ hér fyrir neðan
Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina