Haraldur Gústafsson í 28 sæti í liða og 57 sæti í einstaklingskeppni á EM

Haraldur Gústafsson í Skaust á Egilstöðum keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu utandyra í bogfimi í Munich Þýskalandi í vikunni.


Haraldur var frekar slappur heilsulega á mótinu en náði þó að klára undankeppni mótsins í topp 104 sætum og komast í lokakeppni EM. Sveigboga landsliðið komst ekki í lokakeppni EM utandyra og endaði í 28 sæti en 24 efstu lið halda áfram í lokakeppni.

Í lokakeppni einstaklinga mætti Haraldur Ziga Ravnikar sterkum andstæðingi frá Slóveníu sem var í 17 sæti undankeppni EM. Í æfingarumferðunum leit út fyrir að Haraldur hefði góðann möguleika þar sem hann jafnaði eða vann flestar lotur í æfingunni. Leikurinn milli Haraldar og Ziga var mjög jafn og munaði oftast bara einu til tveim stigum á milli þeirra í hverri lotu fyrir sig. Haraldur jafnaði lotu fjögur 27-27 en það var ekki nóg og Ziga vann leikinn í fjórðu lotu 7-1 (2 stig eru gefin fyrir sigur í lotu, 1 stig fyrir jafntefli, sá sem er fyrr að ná 6 stigum vinnur).

Þó að Haraldur hafi tapað í fyrstu umferð lokakeppni var hann ánægður með frammistöðu sína í leiknum þar sem hann var ekki upp á sitt líkamlega besta kominn vegna veikinda. Haraldur bætti sig töluvert frá síðasta EM utandyra sem hann keppti á í Póllandi 2018 þar sem hann var í 105 sæti og komst ekki í lokakeppni mótsins. Haraldur var fyrr á árinu að keppa á Evrópumeistaramótinu innandyra þar sem hann endaði í 9 sæti með sveigboga liðinu eftir tap gegn Úkraínu í 16 liða úrslitum og í 44 sæti einstaklinga.

 

Evrópumeistaramótið utandyra í bogfimi fer fram í Munchen Þýskalandi vikuna 6-12 júní. 12 Íslenskir þátttakendur voru að keppa á mótinu en hafa nú lokið keppni. 40 þjóðir og um 400 þátttakendur voru á EM að þessu sinni. Keppt er í sveigboga og trissuboga flokkum, karla og kvenna, einstaklings og 3 manna liðakeppni ásamt blandaðri liðakeppni (1kk+1kvk). Gull og brons úrslit EM verða um helgina.

Veðrið á mótinu var mjög breytilegt frá blíðviðri yfir í úrhelli var út vikuna og littum vindi.

Vert er að geta að í ár er 50 ára afmæli þess að Bogfimi var tekin inn á Ólympíuleikana aftur í núverandi mynd. Þeir Ólympíuleikar voru einnig haldnir í Munchen 1972.

Mjög stutt samantekt af öðrum úrslitum Íslands. Sveigboga kvenna liðið, trissuboga karla liðið og trissuboga blandaða liðið töpuðu sínum leikjum í 24 liða lokakeppni á EM og lentu öll í 17 sæti. Sveigboga karla liðið (28 sæti) og sveigboga blandaða liðið (29 sæti) komust ekki í lokakeppni EM eftir undankeppni mótsins. Allir 12 Íslensku keppendurnir komust í lokakeppni einstaklinga eftir undankeppni mótsins en voru flestir slegnir út í fyrstu útsláttum lokakeppni mótsins. Bestu niðurstöður Íslands á mótinu voru trissuboga kvenna liðið í 9 sæti og Anna María í 17 sæti.