Guðný Gréta varði 2 titla fyrir Austuland á Íslandsmót Öldunga

Guðný Gréta Eyþórsdóttir í Skotfélagi Austurlands (SKAUST) tók gullið í sveigboga og berboga og varði því báða titlana sína síðan 2019 á Íslandsmóti Öldunga um helgina. Mótið var haldið 28 Júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.

Í gull úrslitum sveigboga keppti Guðný á móti Sigríði Sigurðardóttir úr BF Hróa Hetti. Þar hafði Guðný betur og sigraði 6-2.

Í gull úrslitum berboga meiddist andstæðingur Guðnýjar og þurfti að hætta keppni. Því sigraði Guðný.

Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmóti öldunga og hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslita leik hjá Guðný og Sigríði Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net