Albert með 4 Íslandsmet, keppti um 2 titla og vann 1 á Íslandsmóti Öldunga

Albert Ólafsson í BF Boganum tók gull, silfur, 1 einstaklingsmet og 3 liðamet á Íslandsmóti Öldunga utanhúss um helgina. Mótið var haldið 28 Júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.

Það var langur dagur hjá Alberti enda ekki margir sem leggja það á sig að keppa í 2 bogaflokkum á sama móti. En Albert keppti í bæði sveigboga og trissuboga á mótinu.

Í fyrri gull úrslitum Alberts á deginum keppti Albert gegn Rúnari Þór Gunnarssyni úr BF Hróa Hetti í trissuboga 50+. Þar hafði Albert betur 127-118. Sjá gull úrslita leikinn hér fyrir neðan.

Í seinni gull úrslitum Alberts keppti hann í sveigboga 50+ á móti Haraldi Gústafssyni úr SKAUST. En þar var andstæðingurinn of hátt fjall að klífa og Albert tapaði 6-0 og tók því silfrið. Sjá gull úrslita leikinn hér fyrir neðan.

Albert og Rúnar hafa barist hart í trissuboga flokki 50+ og flestir úrslita leikir hafa verið milli þeirra tveggja. Albert hefur ekki verið hátt á blaði í sveigboga 50+ hingað til En Albert er gífurlega iðinn keppandi og iðkandi. Maður uppskeri eins og maður sáir, er það ekki orðatiltækið.

Albert sló einnig Íslandsmetið í undankeppni trissuboga karla 50+ á mótinu. Metið var 635 stig og Albert skoraði 638 stig. Þess má geta að andstæðingur hans í gull keppninni skoraði 634 stig og var því aðeins 1 stigi frá metinu. Það var því mjög jafnt á milli þeirra.

Albert tók einnig 3 liðamet öldunga á mótinu. Trissubogi 50+ karla liðakeppni með feðgunum Rúnari Þór Gunnarssyni og Gunnari Þór Jónssyni (Gunnar var aldursforseti mótsins 73 ára gamall), sveigboga 50+ karla liðakeppni með Haraldi Gústafssyni og Kristjáni Guðna Sigurðssyni og trissuboga 50+ tvíliðaleik (mixed team) með konu sinni Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur.

Sýnt var beint frá gull úrslitum 50+ á Íslandsmóti Öldunga á archery tv iceland youtube rásinni. Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net