Guðmundur Örn hefur lokið hæsta þjálfarastigi hjá heimssambandinu WorldArchery stig 3 og stjórnenda námskeiði á vegum Ólympíuhreyfingarinar

Guðmundur Örn Guðjónsson var í þessari viku að ljúka hæsta þjálfarastigi hjá heimssambandinu, WorldArchery stig 3.

Námskeiðið var rúmlega viku langt og var haldið í World Archery Excellence Center í Ólympíuborginni Lausanne í Swiss.

Kennarar WA lvl3 námskeiðsins voru

  1. Kyeong Su Jeoung (Kórea) – yfirþjálfari WorldArchery Excellence Center.
  2. Pascal Colmere (Frakkland) – yfirmaður þróunar- og menntunarsviðs heimssambandsins WA.
  3. Juan Carlos Holgado (Spánn) – rekstrarstjóri WorldArchery Excellence Center.
  4. Tom Dielen (Belgía) – framkvæmdarstjóri heimssambandsins.

Einnig hélt Thomas Aubert marketing og event director WA stutta kynningu.

Þess má geta að 3 efstu í listanum hafa verið landsliðþjálfarar margra landa og eru í fullu starfi hjá heimssambandinu.

Fá stig 3 námskeið eru haldin og aðspurður sagði Pascal að það væru færri en 8 manns á ári sem kláruðu þjálfarstig 3 í heiminum, ef það. 12 manns sátu námskeiðið að þessu sinni en aðeins 9 lauku því að fullu. Námskeiðið var ekki haldið í fyrra og ólíklegt að það verði haldið 2021. 1 námskeið á 2-3 ára fresti er normið fyrir WA stig 3.

Námskeiði var 7×9 tíma kennsludagar og farið ítarlega í alla hluta þess að stjórna afreksstarfi, þjálfun og skipulags afreksfólks sem miðar á Ólympíuleika, hæfileikamótunar, heilbrigðisteymis, lyfjamála og fleira.

Guðmundur náði einnig hæstu einkunn, af þeim sem sátu námskeiðið að þessu sinni, á prófinu sem framkvæmdarstjóri heimssambandsins hélt.

Til þess að sitja námskeiðið þarf að fá mat landssambands og heimssambandsins um hæfni til að sitja það.

https://m.facebook.com/WorldArcheryExcellenceCentre/photos/a.396233757216926/1472077929632498/?type=3&source=48

Til viðbótar lauk Guðmundur einnig stjórnenda námskeiði (sports administrator course) hjá ÍSÍ haldið af Ólympíusamhjálpinnni í Janúar.

Þekkingin sem aflast hefur þarna mun án vafa vera ómissandi í uppsetningu og keyrslu afreksstefnu BFSÍ og skipulagi afreksmála, hæfileikamótunar og landsliðsverkefna.

Einnig er á döfinni að BFSÍ setji upp sitt eigið þjálfaramenntunarkerfi. Drög að því kerfi voru lögð fyrir kennara WA stig 3 námskeiðsins. Þeir voru mjög ánægðir með uppsetninguna og hve opið og framsækið kerfið er. Áætlað er að hefja kennslu/réttinda veitingu þjálfara úr því á næstu 2 árum.

Guðmundur lendir á Íslandi aftur í dag (mánudag 02.mars) og fer beint í að ljúka skipulagi Íslandsmeistaramótsins sem haldið verður 14-15 mars og landsliðsverkefna sem liggja fyrir. En fluginu hans var seinkað um 6 klst.

Við bætum við myndum af námskeiðinu síðar.