Drög að íðorðasafni fyrir bogfimi

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur lýst yfir áhuga á því að koma upp íðorðasafni um íþróttir. Ætlun ÍSÍ er að samræma orðanotkun um svipuð hugtök í ólíkum íþróttum. ÍSÍ nýtur stuðnings Málræktarsjóðs Íslands við þetta verk. ÍSÍ hefur leitað til sérsambanda eftir aðstoð við þetta verk. Stjórn Bogfimisambands Íslands lýst vel á þessa fyrirætlan ÍSÍ og vill gera sitt til þess að styðja við þetta verkefni.  Tekið hefur verið saman fyrstu drög að íðorðasafni fyrir heiti og hugtök sem notuð eru í bogfimiíþróttum.

Ljóst er að ýmislegt má laga og bæta í þessum fyrstu drögum af íðorðasafninu.  Tillögur um lagfæringar, viðbætur eða aðrar ábendingar eru vel þegnar.  Hérna er hægt að nálgst drögin að íðorðasafninu.