Guðbjörg Reynisdóttir með gull á Norðurlandameistaramóti ungmenna

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði tók gull í 21 árs berboga flokki á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) í dag. Mótið var haldið á Haukavelli í Hafnarfirði í dag.

Guðbjörg skoraði 482 stig á mótinu aðeins 2 stigum frá því að bæta Íslandsmetið í opnum flokki kvenna sem að hún á sjálf.

21 árs flokkur er ekki venjulegur keppnisflokkur á NUM, en honum var bætt sérstaklega við þetta mót til þess að gefa þeim einstaklingum sem voru 20 ára árið 2020 tækifæri á því að taka þátt í sínu síðasta NUM þar sem NUM 2020 var aflýst vegna heimsfaraldursins. Guðbjörg sigraði þann flokk.

 

Guðbjörg varð Norðurlandameistari 2018 og tók silfur 2019. 2020 var mótinu aflýst, en miðað við skorin á 2021 mótinu ef að sömu keppendur hefðu verið að keppa 2020 hefði Guðbjörg tekið silfur.

Guðbjörg er áætluð til keppni á EM í víðavangsbogfimi í September í opnum flokki, en Guðbjörg tapaði brons útslættinum með naumum mun í U21 flokki á EM 2019 í víðavangsbogfimi.

Guðbjörg er því búin að sýna fram á það hún er ein af fremstu ungu íþróttakonum í berboga flokki á Norðurlöndum og Evrópu.

Þess má geta að Auðunn Andri Jóhannesson í sama félagi (BF Hróa Hetti Hafnarfirði) var ekki langt frá því að vinna til verðlauna á NUM en hann var í 4 sæti í berboga U18 með 349 stig 27 stigum frá því að taka bronsið. Það skor er einnig Íslandsmet en metið var áður 292 stig.

Verður á mótinu var mjög gott, sól og blíða, þó var smá gola af og til sem keppendur hefðu frekar vilja sleppa við til að hámarka skorið.