Guðbjörg Reynisdóttir úr BFHH var valinn berbogakona ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.
Guðbjörg skilaði sterkum niðurstöðum á árinu, hún keppti um bronsið á EM í Króatíu í liðakeppni á árinu og endaði í 6 sæti í einstaklingskeppni. Það er næst besti árangur sem einstaklingur hefur náð í meistaraflokki á EM í sögu íþróttarinnar. Hæsta sæti á HM/EM sem Íslendingur hefur náð í einstaklingskeppni er Guðbjörg sjálf á EM 2022 þar sem hún endaði í 5 sæti. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Ísland keppir til verðlauna í liðakeppni á EM.
Guðbjörg hélt áfram að vera yfirgnæfandi fjall fyrir mótherja hennar að klífa innanlands. Hún vann Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna utandyra sjöunda árið í röð. Guðbjörg vann Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna innandyra árin 2018-2022 og endurheimti titilinn 2024. Guðbjörg vann einnig Íslandsbikarmótaröðina utandyra og með því titilinn Bikarmeistari 2024.
Guðbjörg hefur nú unnið 13 af síðustu 14 Íslandsmeistaratitlum kvenna í íþróttinni, sem er besta frammistaða nokkurs íþróttamanns í sögu íþróttarinnar.
Guðbjörg sló Íslandsmetið í berboga kvenna meistaraflokki á árinu. Það gerðist innan við viku eftir að önnur stelpa sló metið á NM U21 (og Norðurlandamet U21 á sama tíma), en það var í fyrsta sinn í 7 ár sem Guðbjörg átti ekki Íslandsmetið í meistaraflokki innandyra og utandyra, en Guðbjörg endurheimti metið 7 dögum síðar.
Guðbjörg er ein af bestu berboga konum í Evrópu og hefur náð að haldið sér á toppnum í berboga á Íslandi í 7 ár. Keppinautar hennar eru þó ekki að gefa henni hlé og eru einnig að ná góðum árangri erlendis með því að vinna titla og verðlaun á NM/EM ungmenna.
Guðbjörg á lengstu óbrotnu röð Íslandsmeistaratitla, hæsta einstaklings árangur sem Ísland hefur náð á EM einstaklinga í meistaraflokki. Hún hefur slegið Evrópumet og heimsmet, óteljandi Íslandsmet, orðið Norðurlandameistari oftar en eins sinni ásamt mörgu fleiru á síðustu 7 árum. Þetta er í fimmta árið í röð sem Guðbjörg er valin berbogakona ársins af BFSÍ, en hefur hreppt alla titlana frá því að þeir voru fyrst veittir árið 2020 af Bogfimisambandi Íslands.
Helsti árangur Guðbjargar á árinu 2024:
- Íslandsmeistari kvenna ÍM24 innanhúss
- Íslandsmeistari kvenna ÍM24 utanhúss
- 4 sæti EM24 Króatía innandyra liðakeppni
- 6 sæti EM24 Króatía innandyra einstaklingskeppni
- 4 sæti óháð kyni ÍM24 innanhúss
- Silfur óháð kyni ÍM24 utanhúss
- Íslandsbikarmeistari utanhúss
- 4 sæti Íslandsbikarmótaröð innanhúss
- Íslandsmet meistaraflokkur
Guðbjörg í 8 manna úrslitum EM og sex ungmenni í 8 manna úrslitum EM U21