Gengi okkar fólks á World Master Championships

Ólafur var ekki langt frá því að negla heimsmeistaratitil í berboga karla í gær og það lítur út fyrir að hann hafi tekið brons í vallarbogfimi (field archery) í dag, en einhver villa er á síðu heimssambandins og því getum við ekki staðfest það strax. Ef svo er þá er Ólafur kominn með 1 Íslandsmet, 1 silfur og 1 brons á mótinu og á eftir að keppa í innandyra mótinu. https://worldarchery.org/competition/19716/lausanne-2018-world-archery-masters-championships-outdoor-compoundbarebow#/

(uppfærsla Óli vann einnig Silfur í innandyrakeppninni á HMM rétt á eftir Joakim frá Svíþjóð og sló einnig Íslandsmetið í innandyra berboga, uppfærðum einnig myndina með öllum medalíunum sem hann vann)

 

Kelea keppir einungis í utandyra partinum af þessu móti þar sem hún endaði í 4 sæti í undankeppni og keppir um medalíu í útsláttarkeppninni seinna í dag. https://worldarchery.org/competition/19715/lausanne-2018-world-archery-masters-championships-outdoor#/brackets/R4W/individual

Kristján keppir í utandyra og innandyra partinum af HM Masters og báðum hans keppnum ætti að vera lokið núna. Utandyra endaði Kristján í 64 sæti í undankeppni og 57 sæti eftir útsláttarkeppnina þar sem hann tapaði fyrir Daniel Gustavo Álvarez frá Guatemala sem er á myndinni með honum fyrir neðan. Innandyra keppnin var í dag fyrir Kristján og þar lítur út fyrir að hann hafi endað í 49 sæti. En það er en villa á síðu heimssambandins og við getum því ekki staðfest þau úrslit. https://worldarchery.org/competition/19713/lausanne-2018-world-archery-masters-championships-indoor#/#schedule

Einnig er hægt að fylgjast með upplýsingum um gengi keppendana á mótinu á Facebook keppendanana sem er hægt að finna hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/olafur.brandsson

https://www.facebook.com/kristjan.sig