Fyrsta Íslandsmót í Víðavangsbogfimi haldið á laugardaginn

Í gær laugardaginn 28 ágúst var fyrsta Íslandsmót BFSÍ í víðavangs bogfimi haldið á Hamranesvelli í Hafnarfirði.


Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur

Aðeins fjórir keppendur skráðu sig til keppni á víðavangsbogfimimótið sem er einstaklega lítil þátttaka miðað við Íslandsmót í mark bogfimi innandyra og utandyra. Um 15 keppendur höfðu lýst yfir áhuga á mótinu fyrir skipulag þess en Covid er líklega að taka sinn toll á þátttöku líka.

Hæsta þátttaka á Íslandsmóti í mark bogfimi var yfir 80 skráningar 2018 en eftir það mót þurfti að skipta Íslandsmótum í innandyra mark bogfimi í þrennt (opinn flokk, ungmenna og öldunga) þar sem ekki var nægilegur tími eða svæði til þess að halda þau sameiginlega.

Þó að þátttaka í víðavangs bogfimi á Íslandi sem stendur sé lítil áætlar BFSÍ að halda viðburðinn árlega til þess að breiða íþróttinni út og gefa afreksfólki í íþróttagreininni möguleika á því að keppa í sinni íþróttagrein innan Íslands. Líklegt er að aukning í þátttöku verði mun meiri með reglubundnu haldi víðavangs bogfimi móta.


Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur

Áhugavert og ánægjulegt var að þeir 4 keppendur sem skráðir voru komu allir úr sitt hvoru íþróttafélaginu sem eru dreifð eru um allt landið (ÍF Akur – Akureyri, SkAust – Egilstaðir, BF Boginn – Kópavogi og BF Hrói Höttur – Hafnarfirði) og þeir eru allir þjálfarar innan sinna íþróttafélaga. Því er líklegt að þeir geti miðlað sinni reynslu af víðavangsbogfimimótum til iðkenda innan sinna raða sem gætu haft áhuga á íþróttagreininni.

Hægt er að finna úrslit mótsins hér.

Upprunalega var áætlað að kynna víðavangs bogfimi sem undirbúning fyrir þetta mót fyrir keppendum á Íslandsmeistaramóti utandyra í mark bogfimi 2020, en sökum anna í skipulagi mótsins og áhrifa Covid heimsfaraldurs var ákveðið að fresta því til síðari tíma.

Tveir Íslenskir keppendur kepptu á Evrópumeistaramóti í víðavangs bogfimi 2019 í Slóveníu Guðbjörg Reynisdóttir og Astrid Daxböck. Þar endaði Guðbjörg Reynisdóttir í 4 sæti í U21 berboga kvenna og Astrid í 25 sæti í trissuboga kvenna en þær voru báðar að keppa á Íslandsmótinu í víðavangs bogfimi.

Hér er hægt að sjá brons úrslitaleikinn hennar Guðbjargar af EM 2019

Hér er hægt að sjá gull úrslitaleikinn hennar Astridar af Evrópuleikum öldunga 2019. En 4 Íslenskir keppendur kepptu á því móti og tóku 3 verðlaun í víðavangsbogfimi, smellið til að sjá fréttagrein um mótið frá heimssambandinu.

Það er þó vert að nefna að gerðar hafa verið tilraunir að því að halda Íslandsmót í víðavangsbogfimi áður á Sauðárkróki árin 2016 og 2017. En lítil þátttaka var á mótunum og því ekki haldið áfram með reglubundið hald þeirra. Þau mót fóru eftir reglum IFAA (international field archery association) en ekki eftir reglum heimssambandsins WorldArchery. Þó að gott samstarf sé milli þeirra sambanda eru móta reglur þeirra í víðavangsbogfimi ekki samhæfðar.

Það getur verið krefjandi að keppa í víðavangsbogfimi þar sem skotið er í breytilegu landslagi á fjölbreyttum fjarlægðum. En þetta er frábær íþrótt fyrir fólk sem hefur gaman af útivist og göngutúrum í breytilegu landslagi.

Munurinn á markbogfimi (sem er oftast bara kölluð bogfimi) og víðavangsbogfimi er að í markbogfimi er skotið á skotmörk á sléttum velli á ákveðinni fjarlægð (18 metrum innandyra og 50 eða 70 metrum utandyra), víðavangsbogfimi eins og nafnið gefur til kynna fer fram á víðavangi í mjög breytilegu landslagi og skotið er á mörgum mismunandi fjarlægðum frá 5-60 metrum.

Keppt er í mark bogfimi á Ólympíuleikum (sveigbogi), Ólympíumóti fatlaðra (sveigbogi og trissubogi), Ólympíuleikum ungmenna (sveigbogi) og Evrópuleikum (sveigbogi og trissubogi) en keppt í víðavangs bogfimi á heimsleikum (berbogi og trissubogi)


Astrid Daxböck – BF Boginn

BF Hrói Höttur í Hafnarfirði útvegaði BFSÍ völlinn fyrir mótið og dómari mótsins var Guðmundur Guðjónsson en hann er einn af 12 heim/heimsálfudómurum á norðurlöndum.

Áætlað er að halda næsta Íslandsmót í víðavangsbogfimi í kringum mánaðarmótin ágúst/september 2022.