Freyja Dís með brons á Evrópubikarmótinu í Búlgaríu

Freyja Dís Bjarkadóttir endaði í 3 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í vikunni 15-21 apríl í Búlgaríu.

Það var mjög tæpt á því að stelpurnar myndu keppa við Frakkland um gullið en leikurinn í undanúrslitum gegn Ítalíu endaði í jafntefli 214-214 og bráðabaninn endaði svo líka í jafntefli 27-27 og því vann liðið sem var með ör nær miðju leikinn, sem var Ítalía í þetta sinn með sína bestu ör um 1 cm nær miðju en okkar stelpur. Samt frábærlega gert hjá okkar stelpum þar sem að Ítalska liðið er almennt álitið vera meðal tveggja sterkustu liða Evrópu.

Í einstaklingskeppni endaði það þannig að fyrsti leikurinn var á milli Freyju og liðsfélaga hennar Eowyn Marie Mamalias, sem gerist óeðlilega oft á alþjóðlegum mótum einhverra hluta vegna. Freyja leiddi allan leikinn en Eowyn náði að snúa því við í síðustu umferðinni og tók sigurinn 132-130.

Freyja vann einnig til gull verðlauna á landsmóti í Búlgaríu sem haldið var helgina áður en að Evrópubikarmótið hófst. En þar mættust einmitt líka en og aftur Freyja og Eowyn um gull verðlaunin eftir að hafa slegið allar Búlgörsku stelpurnar út. En mögulegt er að lesa nánar um það í þessari frétt:

Freyja best í Búlgaríu

Mögulegt er að lesa nánar um Evrópubikarmótið í frétt á bogfimi.is hér:

Brons á Evrópubikarmóti ungmenna